fbpx
Sunnudagur 02.október 2022
Pressan

Atvinnuauglýsingin hleypti illu blóði í marga

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. ágúst 2022 21:00

Svona leit auglýsingin út. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að barinn „Stumpers Bar & Café“ í Hokitika á Nýja-Sjálandi hafi lent í töluverðum mótvindi nýlega í kjölfar atvinnuauglýsingar. Auglýst var eftir barþjóni og þótti mörgum sem kröfurnar sem voru gerðar til verðandi starfsmanns væru ansi undarlegar.

Venjulega væru þær kröfur gerða til barþjóns að hann eða hún kunni að blanda drykki, sé með þjónustulundina í lagi og geti unnið undir álagi.  En í umræddri atvinnuauglýsingu voru gerðar kröfur sem erfitt er að sjá að tengist starfinu mikið.

New York Post skýrir frá þessu. Í umræddri auglýsingu segir: „Leitum að starfsmanni í hlutastarf á barinn. Verður að nota DD-skál, flott bros og gott viðmót en karlar mega líka sækja um.“

Margir hafa velt auglýsingunni fyrir sér og hvort ekki hafi verið um grín að ræða en aðrir hafa lýst vanþóknun sinni á henni.

„Ég vildi frekar skrapa augun úr mér með ryðgaðri skeið en að vinna á stað sem auglýsir svona,“ skrifaði einn á Twitter.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli

Strætómiðinn varð sprengjumanninum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar

„Ísdrottningin“ – „Grimm drottning“ – Danir hugsi yfir ákvörðun Margrétar drottningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída

Ian veldur algjöru rafmagnsleysi á Kúbu og stefnir nú á Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi

Þrjár særðust í sprengingu í Halle í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda

Mótmælin halda áfram í Íran þrátt fyrir aðvaranir stjórnvalda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar

Þessi atriði eru sögð benda til að foreldrar Madeleine McCann hafi staðið á bak við hvarf hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru

Blettatígrar snúa aftur til Indlands eftir 70 ára fjarveru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir