fbpx
Laugardagur 04.febrúar 2023
Pressan

Vaknaði eftir að hafa legið í dái í tvö ár – Skýrði frá hver reyndi að drepa hana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 22:00

Wanda Palmer.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum vikum vaknaði Wanda Palmer, 51 árs, eftir að hafa verið í dái í tvö ár. Fljótlega eftir að hún vaknaði ræddi hún við lögregluna og skýrði frá hver réðst á hana fyrir tveimur árum.

Lögreglan fann hana á heimili hennar nærri Cottageville í Vestur-Virginíu í júní 2020. Ljóst var að ráðist hafði verið á hana, hún höggvin með sveðju eða öxi og skilin eftir til að deyja. CNN skýrir frá þessu.

Lögreglumenn töldu í fyrstu að hún væri dáin en áttuðu sig síðan á að hún andaði og var því enn á lífi. Árásarvopnið hefur ekki fundist.

Lögreglan segir að Palmer hafi sagt að bróðir hennar hafi ráðist á hana og veitt henni áverkana sem urðu til þess að hún lá í dái í tvö ár.

Vitni sagði hafa séð bróður Palmer, Daniel, við heimili hennar um miðnæturbil kvöldið áður en hún fannst helsærð. Lögreglan segir að ekkert annað hafi komið fram við rannsókn málsins sem gat gefið vísbendingu um hver hafi verið að verki. Engin símagögn, upptökur úr eftirlitsmyndavélum eða sjónarvottar hafi verið til staðar.

Lögreglan rannsakaði málið og hafði nokkra aðila í sigtinu en kærði enga.

Fyrir nokkrum vikum var henni tilkynnt að Palmer væri komin til meðvitundar og að hún vildi ræða við lögregluna. Hún gat í sjálfu sér ekki tjáð sig sjálf en hún gat svarað spurningum með já eða nei. Framburður hennar dugði til að lögreglan gat handtekið Daniel og kært fyrir morðtilraun og lífshættulega líkamsárás.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Enskur kráareigandi fann ótrúlegan dýrgrip sem talin er hafa verið í eigu Hinriks áttunda

Enskur kráareigandi fann ótrúlegan dýrgrip sem talin er hafa verið í eigu Hinriks áttunda
Pressan
Fyrir 3 dögum

Covid-19 er núna ein algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum

Covid-19 er núna ein algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvarf unglings heltók kínversku þjóðina – Nú er líkið fundið og vangavelturnar eru enn meiri en áður

Hvarf unglings heltók kínversku þjóðina – Nú er líkið fundið og vangavelturnar eru enn meiri en áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan úr kynsvallinu rýfur þögnina – „Gaurar eru gaurar og þeir stinga typpinu í hvað sem er“

Lögreglukonan úr kynsvallinu rýfur þögnina – „Gaurar eru gaurar og þeir stinga typpinu í hvað sem er“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Katya og Lena voru kynlífsþrælar í neðanjarðarbyrgi í næstum fjögur ár – „Trúið okkur, það eru stúlkur út um allt, kannski í húsinu við hliðina á þér“

Katya og Lena voru kynlífsþrælar í neðanjarðarbyrgi í næstum fjögur ár – „Trúið okkur, það eru stúlkur út um allt, kannski í húsinu við hliðina á þér“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fallegasta myndband dagsins – Sjáðu viðbrögð þessarar 3 ára stúlku

Fallegasta myndband dagsins – Sjáðu viðbrögð þessarar 3 ára stúlku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona geta klósettpappírsrúllur leyst hversdagsvanda þinn

Svona geta klósettpappírsrúllur leyst hversdagsvanda þinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Englendingar taka upp skilagjald á plastflöskum

Englendingar taka upp skilagjald á plastflöskum