fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna – „Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lokaskrefið í framsalsferli Julians Assange frá Bretlandi  til Bandaríkjanna hefur verið tekið. Bandaríkin vilja fá hann til að geta ákært hann fyrir njósnir. Nú í dag veitti Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, samþykki þess að hann sé fluttur úr landi, samkvæmt USA Today.

„Sorgardagur fyrir fjölmiðlafrelsi“

Málið dagaði upp á skrifborði Priti eftir að hæstiréttur Bretlands dæmdi að það stæði því ekkert í vegi að framselja hann. Áhyggjur voru um hvers konar meðferð hann hlyti í bandarísku fangelsi.

ABC News greinir frá því að Julian hafi 14 daga til að áfrýja málinu. Í yfirlýsingu frá WikiLeaks kallar hann ákvörðun Priti „sorgardag fyrir fjölmiðlafrelsi og fyrir breskt lýðræði,“ hann sagðist einnig ætla að áfrýja málinu.

„Julian gerði ekkert af sér,“ stendur líka í yfirlýsingunni. „Hann hefur ekki framið neinn glæp og er ekki glæpamaður. Hann er blaðamaður og útgefandi, og verið er að refsa honum fyrir að sinna starfi sínu.“ Hinn fimmtugi Julian hefur verið ákærður í 18 ákæruliðum af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna ásakana um að hann hafi bruggað launráð með og hjálpað fyrrum upplýsingafulltrúa bandaríska hersins, henni Chelsea Manning, þegar hún fékk aðgang að leynilegum skjölum sem hún gaf svo út á WikiLeaks.

Lögfræðingateymi Julian segja hann standa frammi fyrir 175 árum í fangelsi ef hann er sakfelldur. Bandarísk yfirvöld segja þá hins vegar vera að ýkja og að dómurinn verði töluvert vægari.

Áhyggjur af framtíð fréttamennsku

Mótstaða við þessa ákvörðun er mikil og Priti Patel hefur verið gagnrýnd harkalega af blaðamönnum, þingmönnum og baráttufólki fyrir málstað Julians. „Ákvörðunin að framselja Julina Assange til Bandaríkjanna veldur blaðamönnum í Bretlandi og alls staðar annars staðar miklum áhyggjum, bæði af heilsu hans og af fordæminu sem það býr til fyrir fréttamennsku um allan heim,“ segir fréttamaður BBC, John Simpson í færslu á Twitter-síðunni sinni.

Innanríkisráðuneyti Bretlands segist hins vegar hafa verið bundið í báða skó. „Í framsalslögum kemur skýrt fram að innanríkisráðherra verði að heimila framsal ef það eru ekki ástæður til að koma í veg fyrir það,“ sagði ráðuneytið í yfirlýsingu, samkvæmt ABC. „Framsalsbeiðnir eru bara sendar til innanríkisráðherra eftir að dómari ákveður að heimila hana eftir að hafa ígrundað málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum