fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Taldi unnustuna vera djöful sem væri að „sjúga lífið úr honum“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. júní 2022 21:30

Emerald og Jordan. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Brodie Miller hefur verið fundinn sekur um að hafa myrt unnustu sína, Emerald Wardle, á heimili foreldra sinna í Maitland sem er nærri Sydney í Ástralíu. Miller var sannfærður um að hún væri djöfull sem væri að „sjúga lífið úr honum“ og því kyrkti hann hana í júní 2020.

Daily Mail skýrir frá þessu. Fram kemur að Miller hafi neytt LSD 11 dögum áður en hann myrti Wardle. Vitni sögðu fyrir dómi að eftir að hann neytti eiturlyfsins hafi hann orðið þrætugjarnari, haldið því fram að hann væri orðinn gáfaðri og að hann hefði misst „egóið“ sitt.

Kviðdómur féllst á málflutning saksóknara sem héldu því að andlegt ástand Miller hefði verið tilkomið vegna mikillar eiturlyfjaneyslu og vegna þess að hann tók stóran skammt af LSD 11 dögum áður en hann myrti Wardle.

Emerald Wardle. Mynd:Facebook

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Verjandi hans hélt því fram að hann hefði verið andlega veikur þegar hann framdi morðið og að hann hefði ekki ætlað að myrða Wardle heldur „aðra ómennska veru“.

Daily Telegraph segir að það hafi tekið kviðdóminn fimm daga að komast að niðurstöðu og að viðstöddum í dómsal hafi brugðið nokkuð þegar niðurstaðan var kunngerð. Kviðdómurinn hafnaði rökum verjanda Miller og komst að þeirri niðurstöðu að sú andlega vanlíðan hans, sem varð til þess að hann myrti Wardle, hafi eingöngu verið afleiðing eiturlyfjaneyslu hans.

Refsing hans verður ákveðin síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina

Stjarna úr Húsinu á sléttunni afhjúpar vináttu sína við The Doors goðsögnina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana

Sagðist hafa myrt vinnufélaga sinn af því honum líkaði ekki við hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað

Lá óhreyft uppi á háalofti áratugum saman – reyndist verðmætara en nokkur hefði trúað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf

Héldu að faðir þeirra hefði yfirgefið þau – Uppgötvun í kjallaranum sneri öllu á hvolf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“

Stjúpbróðirinn sagður hafa verið með Önnu á heilanum – „Hún þorði ekki að segja frá því“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum

Matarsendill kærði viðskiptavin fyrir blygðunarsemisbrot en var sjálf handtekin fyrir að deila myndefni af honum