fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Ótrúleg bakteríubomba – Skiptir þú nógu oft um borðtusku?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. maí 2022 07:30

Leigusalinn fékk bætur fyrir brotinn vask en ekki ófullnægjandi þrif Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi vel hefur það verið þumalputtaregla hjá mörgum að skipta eigi um borðtusku daglega. En það er ekki nóg að mati danskra heilbrigðisyfirvalda sem telja að ráðlegt sé að skipta oftar um borðtusku.

Ástæðan er að borðtuskur geta verið sannkallaðar bakteríusprengjur. Fólk þarf að gæta sérstaklega að því að skipta nógu oft um borðtuskur og taka mið af hvað hefur verið þurrkað með þeim hverju sinni.

Það að þurrka upp kaffiblett eða þurrka af matarborðinu eftir máltíð hefur ekki svo mikið að segja en öðru máli gegnir ef borðtuskan hefur verið notuð til að þurrka upp hrá egg, hrátt kjöt eða kjötsafa, hráan fisk eða grænmeti sem ekki var búið að þvo vel.

Ef þú þurrkar eitthvað af fyrrgreindu með borðtusku þá skaltu setja hana beint inn í þvottahúsið. Það á einnig að skipta um borðtusku daglega því blaut borðtuska í vaskinum er hrein paradís fyrir bakteríur en þær þurfa vatn til að geta fjölgað sér.

Hvað varðar þvott á borðtuskum þá á að þvo þær við minnst 60 gráður og helst 90 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Í gær

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?