fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fundu niðurgrafið lík nærri Kolding

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 19:30

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan fann í gær lík af 43 ára karlmanni sem hafði verið verið grafið í jörðu í Vonsild nærri Kolding á Jótlandi. Hinn látni sást síðast þann 2. maí.

Tveir karlmenn, 32 og 39 ára, og 35 ára kona hafa verið handtekinn vegna málsins að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þau eru öll frá Kolding. Lögreglan telur að fólkið hafi þekkt hinn látna. Þau voru öll færð fyrir dómara í gær þar sem gæsluvarðhalds var krafist yfir þeim. Þau neituðu öll að vita nokkuð um málið en voru samt sem áður úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Umfangsmikil vettvangsrannsókn stóð yfir í gær á staðnum þar sem líkið fannst. Einnig var lögreglan við vettvangsrannsóknir á nokkrum stöðum í Kolding.

Hinn látni hét Michael Bodilsen og var 43 ára. Lögreglan lýsti eftir honum þann 17. maí og sagði þá að síðast hefði sést til hans þann 2. maí. Það var fjölskylda hans sem hafði snúið sér til lögreglunnar eftir að hafa ekki heyrt frá honum í töluverðan tíma.

Eftir að lögreglan lýsti eftir Michael var hljótt um rannsókn hennar eða allt þar til í gær að skýrt frá því að lík hans hefði fundist og að hann hefði verið myrtur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk