fbpx
Miðvikudagur 22.júní 2022
Pressan

Ákærð fyrir að nauðga varnarlausum manni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 22:00

Karlmenn verða líka fyrir kynferðisofbeldi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í september á síðasta ári reyndi karlmaður, sem var undir áhrifum fíkniefna, að sofa vímuna úr sér á sófa í húsi einu á norðanverðu Jótlandi í Danmörku. 31 árs kona nýtti sér ástand hans og varnarleysi til að hneppa frá buxum hans og nauðga honum síðan.

Þetta kemur fram í ákæru á hendur konunni en málið var tekið fyrir hjá dómstól í Holstebro í gær.

Ekstra Bladet segir að saksóknari hafi sagt að maðurinn hafi fengið að halla sér á sófa í íbúð konunnar og eiginmanns hennar en hann þekkti þau.

Vegna vímuástands gat hann ekki varist því sem konan gerði og því gat hún í fyrstu fróað sér á limi hans án þess að hann veitti mótspyrnu. Síðan settist hún ofan á hann til að hafa samfarir við hann án hans samþykkis, sem sagt nauðgun. Þetta kemur fram í ákærunni.

Einnig kemur fram að eiginmaður konunnar, sem einnig er 31 árs, hafi tekið þetta allt upp á myndband og er það lykilatriðið í málinu að sögn saksóknara.

Eiginmaðurinn er einnig ákærður fyrir nauðgun vegna þess að hann tók ofbeldið upp.

Saksóknarinn sagði að málið væri óvenjulegt því það sé sjaldan sem konur séu ákærðar fyrir nauðgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Feluleikurinn endaði hörmulega

Feluleikurinn endaði hörmulega
Pressan
Í gær

Bláir ljósspíralar á himni yfir Nýja-Sjálandi vöktu mikla athygli

Bláir ljósspíralar á himni yfir Nýja-Sjálandi vöktu mikla athygli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaforseti dettur aftur og nú af hjóli

Bandaríkjaforseti dettur aftur og nú af hjóli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skjaldbakan var týnd í 30 ár – Fannst á óvæntum stað – Síðan kom svolítið óvænt í ljós

Skjaldbakan var týnd í 30 ár – Fannst á óvæntum stað – Síðan kom svolítið óvænt í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg grimmd – Drekkti börnunum sínum þremur

Ólýsanleg grimmd – Drekkti börnunum sínum þremur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“

Rússneskt herskip siglir tvisvar inn í danska löghelgi – „Óásættanleg rússnesk ögrun“