fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Grátt hár getur fengið fyrri lit aftur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 22. maí 2022 14:00

Ætli hann vilji reyna að fá upprunalega háralitinn aftur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hafa sérfræðingar talið að grátt hár myndi alltaf vera grátt, það væri sem sagt ekki hægt að endurheimta fyrri lit. En niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það er hægt.

Illustreret Videnskab segir að niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Columbia háskólann í New York sýni að það sé hægt að ná fyrri háralit aftur ef hárið er orðið grátt.

Vísindamennirnir rannsökuðu öldrunarferli hárs með því að rannsaka hár af 14 manns. Það kom þeim á óvart að sjá að inn á milli leyndust hár sem voru með lit niður við hárræturnar en grá þegar ofar dró. Sem sagt hár sem var að ná fyrri lit á nýjan leik.

Þegar þátttakendurnir voru spurðir út í mest stressandi kringumstæður síðustu ára og þær minnst stressandi skýrðust málin. Þá sáu vísindamennirnir að grái liturinn kom á tímabilum þar sem þátttakendurnir voru mjög stressaðir. Til dæmis hafði hár þrítugrar konu gránað um 2 cm á tveggja mánaða tímabili eftir að hún skildi við eiginmann sinn. Hjá öðrum þátttakanda fékk hárið fyrri lit aftur þegar hann fór í tveggja vikna frí.

Ekki liggur enn fyrir hvort hægt er losna alveg við gráa litinn með því að slappa af og minnka stress eða hvort það eigi aðeins við um einstaka hár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig