fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Rokkstjörnumorðinginn dæmdur í lífstíðarfangelsi – Var með Ted Bundy á heilanum og myrti 18 ára stúlku með hrottafengnum hætti

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 19. maí 2022 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 24 ára gamli rokkari, Cody Ackland, var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi af dómstól í Plymouth í Englandi  fyrir morðið af á hinni 18 ára gömlu Bobbi-Anne McLeod í nóvember á síðasta ári. Engin tengsl voru á milli Ackland og McLeod og því var ódæðið algjörlega tilefnislaust. Daily Mail fjallar um málið en þar kemur fram að Ackland hafi verið heltekinn af raðmorðingjanum Ted Bundy og að hann hafi verið að uppfylla sjúka fantasíu sína með því að ræna McLeod og myrða hana með hrottalegum hætti.

Síðast sást til ferða hinnar Bobbi-Anne McLeod við biðstöð strætisvagna í Plymouth þennan örlagaríka dag, 20. nóvember. Þá var hún á leið heim til unnusta síns en illu heilli komst hún aldrei lengra en á biðstöðina.

Þar nam  Ackland, sem er  gítarleikari hljómsveitarinnar Rakuda, hana á brott. Hann sló hana margoft með barefli og skildi lík hennar síðan eftir í skóglendi ekki fjarri biðstöðinni.

Lík McLeod fannst þremur dögum síðar en þá hafði Ackland hafði gefið sig fram við lögregluna og vísað á líkið. Fyrir dómi játaði hann síðan brot sín greiðlega en réttarhöldin veittu innsýn inn í sjúkan hugarheim hans.

Eins og áður segir var Ackland heillaður af raðmorðingjanum Ted Bundy sem nauðgaði og myrt að minnsta kosti 30 konum á sjöunda áratug síðustu aldar.

Vinir Ackland lýstu því að hann hafi verið óvenju kátur nokkrum klukkustundum eftir ódæðið, faðmað fólk og notið félagsskaparins. Hann hringdi sig síðan inn veikan daginn eftir ódæðið en hann starfaði sem bílastæðavörður.

Bobbi-Anne McLeod. Mynd:Facebook

Var með blæti fyrir raðmorðingjum

Fyrir rétti greindi hann frá því að hann hafi lesið allt sem hann fann á internetinu um Bundy og aðra raðmorðingja. Hann hafi dreymt um að fremja slíkt ódæði og þetta kvöld, 20. nóvember, hafi hann keyrt um Plymouth í leit að hentugu fórnarlambi. Hann kom auga á McLeod og þar sem hún minnti hann á gamla kærustu má segja að nöturleg örlög hennar hafi ráðin. Hann lagði bíl sínum skammt frá, gekk að biðstöðinni og sló stúlkuna fyrirvaralaust í höfuðið með hamri. McLeod féll til jarðar og Ackland sló hana þá öðru sinni með vopninu.

Hann sagði síðar lögreglu að hann hafi talið að seinna höggið hefði banað McLeod en þegar hann var að ganga að bíl sínum sá hann að fórnarlamb hans hreyfði sig. Þá ákvað hann að nema hana á brot í bíl sínum. Hann keyrði í kjölfarið á afvikinn stað. Fyrir rétti lýsti Ackland því hvernig hann hafi stutt McLeod út úr bílnum og þá hafi stúlkan muldrað að hún væri hrædd. Hann hafi sagst einnig vera hræddur enda hafði hann aldrei gert nokkuð þessu líkt áður. Í kjölfarið reiddi hann hamarinn til höggs og lauk ætlunarverki sínu með miskunarlausum hætti.

Síðan losaði hann sig við lík stúlkunnar eftir að hafa klætt hana úr öllum fötunum og fjarlægt skartgripi sem hún bar. Líkið var það illa farið að bera þurfti kennsl á stúlkuna með hjálp tannlæknaskýrslu.

Víðtæk leit hófst skömmu síðar af McLeod en þremur dögum síðar gekk Ackland ótilneyddur inná lögreglustöð í Plymouth, pollrólegur með með hendur fyrir aftan bak, og játaði verknaðinn. Hann gat vísað lögreglumönnum á lík stúlkunnar og gefið greinargóða lýsingu á ódæðisverki sínu.

Lögmaður Ackland reyndi að milda dóminn með því að benda á erfiða æsku Ackland sem var greindur með fjölþættan vanda og hafði glímt við margskonar geðræn vandamál.

Dómarinn Robert Linford dæmdi Ackland hins vegar í lífstíðarfangelsi en í dómnum kemur fram að morðinginn þurfi að lágmarki að sitja inni í 30 ár og 190 daga áður en hann gæti vænst reynslulausnar. „Það eru miklar líkur á því að þú endir ævi þína í fangelsi,“ sagði Linford þegar hann kvað upp dóminn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“