fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Þetta varð lögreglustjóranum að falli

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 06:02

Hér sýnir O'Connor lögreglumanninum skilríkin sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er betra að muna að fara á bílnum sínum en ekki golfbílnum þegar maður fer út að versla því golfbílar eru ekki skráðir til aksturs á vegum. Þessu gleymdi Mary O‘Connor, lögreglustjóri, í Tampa í Flórída nýlega.

Hún og eiginmaður hennar fóru að versla og notuðu golfbílinn sinn til ferðarinnar. Á leiðinni stöðvaði lögreglumaður hjá lögreglunni í Pinella County akstur þeirra.  O‘Connor sagði honum hver hún væri og sýndi honum lögregluskilríki sín og sagði: „Ég vona að þú sleppir okkur.“

En þetta féll ekki í góðan jarðveg og á mánudaginn sagði borgarstjórinn í Tampa að O‘Connor hefði brotið siðferðisreglur með því að reyna að nota stöðu sína til að sleppa við sekt. BBC skýrir frá þessu.

Í tilkynningu frá embætti borgarstjóra sagði borgarstjórinn, Jane Castor, hafi farið fram á afsögn O‘Connor sem hafi orðið við þeirri beiðni.

Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins þegar hann stöðvaði akstur hjónanna þegar þau óku á götu í golfbílnum. O‘Connor heyrist spyrja hann hvort það sé kveikt á búkmyndavélinni og játar hann því. Þá segir hún: „Ég er lögreglustjórinn í Tampa.“ Síðan rétti hún honum skilríki sín og fékk síðan að halda för sinni áfram án þess að fá sekt.

O‘Connor hafði gegnt stöðu lögreglustjóra síðan í mars. Hún átti 22 ára feril að baki í lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída