fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Faðir ákærður – Seldi dóttur sína, lét nauðga henni og umskera

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fjögur ár lét faðir einn dóttur sína og son dvelja í Kenía og Sómalíu. Þar áttu þau að ganga í kóranskóla og sættu grófu ofbeldi. Dóttirin var seld, nauðgað, neydd í hjónaband og umskorin á meðan á dvölinni stóð.

Þetta kemur fram í ákæru saksóknara á Fjóni í Danmörku á hendur manninum. Ekstra Bladet segir að farið hafi verið með börnin til Nairobi í Kenía sumarið 2017. Þau voru síðar flutt til Sómalíu og voru ekki frjáls ferða sinna fyrr en í september 2021.

Í ákærunni kemur fram að lokað hafi verið á samskipti barnanna við móður sína, systkini og aðra ættingja í Danmörku. Faðir þeirra var ekki nærri börnunum megnið af tímanum en átti í samskiptum við þau símleiðis.

Í ákærunni segir að börnin hafi þurft að lifa með því að vita ekki hvort þau myndu nokkru sinni sjá foreldra sína og systkini aftur eða hvort þau fengju nokkru sinni að fara aftur til Danmerkur.

Þau voru neydd til að ganga í svokallaðan kóranskóla þar sem kennslan byggist á Kóraninum. Þar voru þau beitt grófu ofbeldi daglega. Það vissi faðir þeirra um og hvatti kennara til að beita þau ofbeldi.

Hann er ákærður fyrir að hafa selt dóttur sína, þá 12 ára, til um fertugs manns á markaði í Nairobi og að hafa leyft honum að nauðga henni.

Hann er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að neyða dóttur sína í hjónaband með 75 ára manni. Þegar mistókst að láta verða af hjónabandinu var stúlkunni refsað með því að hún var svipt frelsi og var án matar og drykkjar í um fjóra daga.

Í ákærunni kemur fram að þegar hún var 15-16 ára hafi hún verið gift eða í „sambandi sem líktist hjónabandi“ gegn vilja sínum. Það var með manni um þrítugt og bjó hún með honum í um eitt ár.

Faðirinn er einnig ákærður fyrir að hafa látið umskera dóttur sína.

Hann er einnig ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna ofbeldi ítrekað, meðal annars á heimili þeirra á Fjóni.

Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar. Hann neitar sök.

Réttarhöldin í málinu hefjast í Óðinsvéum í lok febrúar og er reiknað með að þau taki um hálfan mánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur

Sakamál: Morð í hamingjusamri fjölskyldu – Skelfileg sjón mætti föður og dóttur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“

Þetta eru gölnustu fullyrðingar Candace Owens um frönsku forsetahjónin – „Er Brigitte Macron faðir hans?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn

Var dæmdur til dauða fyrir glæp sem að líkindum var aldrei framinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum

Kom frá Alicante með kíló af kókaíni í bakpokanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum

Gönguferð föður með þrjú börn sín endaði með ósköpum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu engin ummerki um litla drenginn

Fundu engin ummerki um litla drenginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru

Gagnrýna vinnubrögð lögreglu í óhugnanlegu máli – Hvarf í einu landi en höfuðið fannst í öðru