fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
Pressan

FBI varar við TikTok

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. desember 2022 20:30

TikTok er umdeildur samfélagsmiðilli. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Wary, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, varaði fyrir helgi við kínverska samfélagsmiðlinum TikTok en hann nýtur mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst hjá ungu fólki.

Sagði Wary að TikTok sé ógn við „þjóðaröryggi“ og geri Kínverjum kleift að stunda „njósnir“.

Þetta sagði hann þegar hann flutti ræðu í University of Michigan.

Hann sagði að kínversk yfirvöld geti notað appið til að hafa áhrif á bandaríska notendur þess og einnig geti þau hugsanlega aflað ýmissa gagna með því, gagna sem hægt er að nota við „hefðbundnar njósnir“. AP skýrir frá þessu.

Hann sagði að algóritminn, sem velur hverju appið mælir með fyrir notendur sína, geri Kínverjum kleift að „stýra innihaldinu“ og ef þeir vilji geti þeir notað það til að hafa áhrif á fólk.

Hann sagði einnig að gagnasöfnun með appinu geti hugsanlega nýst kínverskum yfirvöldum við njósnir.

Fyrirtækið ByteDance, sem á TikTok, segir að fyrirtækið gæti vel að öllum gögnum frá bandarískum notendum og að kínversk yfirvöld hafi ekki aðgang að þeim. Fyrirtækið bendir einnig á að bandaríska dótturfyrirtækið TikTok Inc fylgi bandarískum lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?

Hún hvarf sporlaust – Myrti eiginmaðurinn hana og faldi líkið á fjölskyldubýlinu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu

Fann ástina að nýju á öldrunarheimilinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru

Sakaður um að byrla eiginkonu sinni blásýru
Pressan
Fyrir 4 dögum

17 ára stúlka myrti ömmu sína

17 ára stúlka myrti ömmu sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð

Björninn hefur loksins yfirgefið bygginguna – Þökk sé óvenjulegri aðferð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“

Þingmaður segir ráðherrann ljúga og gera það illa – „Kristi Noem er hálfviti“