fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Er vatnsbrúsinn þinn bakteríusprengja?

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. desember 2022 13:30

Það þarf að þrífa þær vel. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ertu farin(n) að finna undarlegt bragð þegar þú drekkur úr vatnsbrúsanum þínum? Þá er líklega kominn tími til að þrífa hann.

Margir taka vatnsbrúsa með sér í líkamsrækt eða vinnu. Skyndilega getur undarlegt bragð farið að gera vart við sig þegar drukkið er úr honum og þá er kominn tími til að þrífa hann.

Það skiptir engu þótt það fari aldrei neitt annað en vatn í brúsann, það þýðir ekki að hann sé sjálfhreinsandi. Það þarf að þvo hann með vatni og sápu og ekki bara öðru hverju, heldur alltaf þegar búið er að nota hann.

Þetta kemur fram á norska vefmiðlinum Godt. Rætt var við Morten Enersen, tannlækni, örverufræðing og lektor við Oslóarháskóla, um þetta. Hann sagði að vatnsbrúsar, og aðrir drykkjarbrúsar, safni í sig bakteríum þegar þeir eru notaðir.

„Maður þvær bolla og glös eftir notkun. Af hverju? Vatn og sápa fjarlægja matarleifar og annað þannig að bakteríuvöxtur verði eins lítill og mögulegt er,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að einstaklingur, sem er með eðlilega bakteríuflóru, geti auðveldlega gengið um án þess að verða veikur af þeim. Það geti þó gerst á einhverjum tímapunkti, til dæmis ef hann notar brúsa sem bakteríur hafi fengið að lifa góðu lífi í.

Það er því ekkert annað að gera en taka uppþvottaburstann fram og skrúbba brúsann vel eftir hverja notkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn