fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Pressan

Þetta er sönnunargagnið sem felldi morðingjann 29 árum eftir morðið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 05:44

Þetta er ólin sem varð Danville að falli. Mynd:Lundúnalögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við gáfumst aldrei upp. Nú hafa Anne og William fengið réttlætinu framgengt. Það sama á við um fjölskyldur þeirra sem hafa beðið eftir þessum degi í 29 ár.“

Þetta sagði Joanna Yorke, yfirlögregluþjónn hjá Lundúnalögreglunni, á föstudaginn rétt eftir að Danville Neil, 65 ára, var fundinn sekur um morð og manndráp af gáleysi í Lundúnum fyrir 29 árum.

Það var í ágúst 1993 sem systkinin Anne Castle, 74 ára, og William Bryan, 71 árs, fundust látin í íbúð þeirra í austurhluta Lundúna. Ljóst var á ummerkjum að brotist hafði verið inn. Skúffur og skápar stóðu opnir og það vantaði skartgripi og reiðufé.

Anne Castle. Mynd:Lundúnalögreglan

 

 

 

 

 

 

Það voru vinir systkinanna sem höfðu samband við lögregluna og lýstu yfir áhyggjum sínum af þeim. Lögreglumenn fóru á vettvang og komust inn um svaladyr. Í íbúðinni fundu þeir Anne sitjandi í hægindastól. Hún var látin. William lá á gólfinu. Hann hafði verið kyrktur og hendur hans og fætur bundnir með ól af sjónauka.

Wiliam Bryan. Mynd:Lundúnalögreglan

 

 

 

 

 

 

Rannsókn réttarmeinafræðings leiddi í ljós að Anne var með marbletti á handleggjunum, greinilegt var að henni hafði verið haldið fastri. Hún lést af völdum hjartaáfalls vegna þess hversu stressuð hún varð við þennan hræðilega atburð.

William hafði meðal annars verið sleginn í höfuðið áður en hann var kyrktur.

Lögreglunni miðað lengi vel ekkert áfram við rannsókn málsins en fyrir tveimur árum komst loksins hreyfing á málið. Með nýrri DNA-tækni tókst að finna svörun á milli lífsýnis, sem var á sjónaukaólinni, og Danville. Upplýsingar um erfðaefni hans voru skráðar í gagnabanka lögreglunnar vegna fyrri afbrota hans.

Danville Neil. Mynd:Lundúnalögreglan

 

 

 

 

 

 

 

BBC skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá Lundúnalögreglunni komi fram að Danville hafi alltaf neitað aðild að málinu þrátt fyrir að næg sönnunargögn, sem tengdu hann við það, hafi verið fyrir hendi. Hann hafi brotist inn hjá systkinunum til að stela en það hafi ekki nægt honum og hafi hann því drepið þau.

Danville var fundinn sekur um morð á William og að hafa valdið dauða Anne af gáleysi. Dómari tilkynnir um refsingu hans á föstudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst

Fundu leynda grafhvelfingu musterisriddara í Póllandi þar sem hið heilaga gral gæti leynst
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 1 viku

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi