fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Ferðin í Disney World breyttist í martröð

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 21. nóvember 2022 22:00

Philip Weybourne - Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Philip Weybourne, 40 ára gamall faðir frá bænum West Malling á Englandi, lést óvænt í miðju fjölskylduferðalagi í maí á þessu ári. Fjölskyldan hafði gert sér ferð til Orlando í Bandaríkjunum til þess að fara í skemmtigarðinn Disney World.

Þann 23. maí síðastliðinn lést Philip en fjölskyldan hafði á þeim degi ákveðið að taka því rólega í hitanum í Flórída. Síðar um daginn ákvað Philip að fara einn á bar til að fá sér nokkra drykki. Um tveimur tímum síðar var bankað á dyrnar hjá Dorlyn Weybourne, eiginkonu Philip, og henni tilkynnt að hann hafi verið fluttur með sjúkrabíl á spítala.

„Þegar ég kom á spítalann sá ég ekki eiginmanninn minn. Ég man bara eftir lækninum að segja mér frá dánartímanum,“ segir Dorlyn í samtali við Metro en Philip lést klukkan 20:06.

Þegar Dorlyn var tilkynnt um andlát eiginmanns síns var henni sagt að hann hafi fengið hjartaáfall. Ákveðið var þó að kryfja Philip og niðurstöður krufningar sýndu að hann hafði innbyrt fentanýl.

Óvíst er hvernig Philip innbyrti fentanýlið, það er að segja hvort hann hafi fengið sér það sjálfur eða hvort honum hafi verið byrlað því. Fentanýl er mjög sterkt verkjalyf, allt að hundrað sinnum sterkara en morfín.

Aðstoðardánardómstjórinn Catherine Wood segir að Philip hafi verið mjög heilbrigður maður, það sé ljóst að fentanýlið dró hann til dauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali