fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Nýjar vísbendingar geta leitt til þess að fræg gröf finnist

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. október 2022 19:00

Kista Tutankhamun. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyndar myndir vísa kannski veginn að gröf egypsku drottningarinnar Nefertitis. Kenning er til um að Nefertiti sé grafin í grafhýsi við hlið stjúpsonar síns, Tutankhamun. Ekki hefur verið hægt að sanna þetta eða afsanna en með fundi leyndra mynda er hugsanlegt að hægt verði að sanna þessa kenningu.

The Guardian segir að nú hafi komið í ljós að myndir í grafhýsi Tutankhamun séu málaðar yfir eldri myndir sem lýsa útför Nefertitis. Þetta hefur kveikt nýtt líf í fyrrgreindri kenningu.

Myndirnar sem prýða veggi grafhýsis Tutankhamun segja frá eftirmanni hans, Ay, og að hann hafi grafið Tutankhamun.

Nicholas Reeves, fornleifafræðingur hjá British Museum, komst nýlega að því að bak við myndirnar af Ay séu eldri myndir sem sýna Tutankhamon. Það sannar að hans sögn að eldri myndirnar lýsi því þegar Tutankhamun jarðsetti forvera sinn, Nefertiti.

Kenning Reeve er að grafhvelfing Tutankhamun sé aðeins ysti hluti mun stærri grafhvelfingar.

Nú er það framtíðarverkefni fornleifafræðinga að rannsaka það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið