fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Pressan

DNA úr Neanderdalsmönnum varpar ljósi á „spennandi“ samfélag þeirra

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 29. október 2022 07:30

Homo sapiens og Neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að rannsaka DNA, sem fannst í beinaleifum og tönnum í hellum í suðurhluta Síberíu, hefur vísindamönnum tekist að púsla saman mynd af samfélagi Neanderdalsmanna.

The Guardian segir að vísindamenn hafi rannsakað DNA úr þrettán Neanderdalsmönnum, körlum, konum og börnum. Þetta hafi varpað ljósi á áhugavert net ættartengsla, þar á meðal voru faðir og unglingsdóttir hans, frændi föðurins og tveir fjarskyldari ættingjar hans.

Allt var fólkið mikið innræktað en vísindamennirnir telja það afleiðingu af hversu fáir Neanderdalsmennirnir voru. Þeir bjuggu í litlum samfélögum á víð og dreif, oft ekki nema 10 til 30 einstaklingar í hverju samfélagi.

Laurits Skov, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að sú staðreynd að fólkið hafi allt verið uppi á sama tíma sé „mjög spennandi“ og gefi til kynna að það hafi tilheyrt sama samfélaginu. Venjulega finnast leifar Neanderdalsmanna einar og sér og oft eru mörg þúsund ár á milli þess tíma sem einstaklingarnir voru uppi. Fram að þessu hefur ekki verið hægt að segja til um hvort einstaklingarnir hafi tilheyrt samfélagi eða lifað einir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“