fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fjöldagröf kemur á óvart – Drápust vegna of mikils kynlífs

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. október 2022 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki erfitt að fylgja fjöldanum þegar skapið er rétt. Þetta gerðu forsögulegir froskar einmitt, því þeir drápust í hundraða tali á meðan þeir voru að makast. Þeir stunduðu kynlífið af svo miklum krafti að þeir drápust úr þreytu.

Þetta er niðurstaða rannsóknar á ráðgátu sem hefur valdið vísindamönnum heilabrotum áratugum saman.

Þetta kemur fram í grein í The Conversation.

Rannsóknin snerist um fjöldagröf froska sem fannst í Þýskalandi á þriðja áratug síðustu aldar. Um 45 milljón ára gamla steingervinga er að ræða. Ljóst var að froskarnir höfðu allir drepist á sama tíma en ekki var vitað hvers vegna.

Ein kenning var að pollurinn þeirra hefði þornað og þeir því drepist. Nú hafa fornleifafræðingar komist að því að það var ekki ástæðan. Froskarnir gengu í sömu gildru og mikill fjöldi froska gerir árlega, þeir stunduðu of mikið kynlíf.

Froskar og körtur lifa á landi en snúa reglulega til baka í polla, meðal annars til að makast. Mökunartímabilið er stutt, aðeins nokkrar klukkustundir hjá sumum tegundum. Reglulega gerist það að mökin verða svo áköf að froskarnir verða örmagna og drukkna. Kvendýrin eru í meiri hættu á að drukkna því þær eru oft neyddar undir vatn af karldýrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“