fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Brúðkaupsfögnuður varð að harmleik í gær – Að minnsta kosti 25 létu lífið

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. október 2022 16:44

Skjáskot úr myndbandi KK Productions sem sýnir björgunaraðgerðirnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hræðilegt slys varð í gær í Pauri Garhwal á norður Indlandi er rúta féll ofan í gljúfur. Um 45 til 50 farþegar voru í rútunni en að minnsta kosti 25 þeirra létu lífið í slysinu á meðan 20 aðrir særðust. Samkvæmt Hindustan Times voru börn á meðal þeirra látnu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á svæðinu voru allir farþegar rútunnar í brúðkaupsfögnuði. Lögreglan vann hörðum höndum við að bjarga 21 farþegum rútunanar og fékk aðstoð frá björgunarsveitum og íbúum í nágrenninu.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni í dag að þau sem lentu í slysinu muni fá alla mögulega aðstoð. „Á þessari sorglegu stundu eru hugsanir mínar hjá syrgjandi fjölskyldunum. Ég vona að þau sem særðust nái sér aftur sem fyrst,“ segir hann.

Samkvæmt National missti bílstjóri rútunnar stjórn á henni, rásaði og lenti svo í gljúfrinu. Banaslys í umferðinu eru algeng í Indlandi og skrifast það á glæfraakstur, lélegt viðhald á vegum og hækkandi aldur á ökutækjaflota landsins. Alls deyja yfir 110.000 manns í umferðarslysum á hverju ári á Indlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“