fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Brúðkaupsfögnuður varð að harmleik í gær – Að minnsta kosti 25 létu lífið

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 5. október 2022 16:44

Skjáskot úr myndbandi KK Productions sem sýnir björgunaraðgerðirnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hræðilegt slys varð í gær í Pauri Garhwal á norður Indlandi er rúta féll ofan í gljúfur. Um 45 til 50 farþegar voru í rútunni en að minnsta kosti 25 þeirra létu lífið í slysinu á meðan 20 aðrir særðust. Samkvæmt Hindustan Times voru börn á meðal þeirra látnu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á svæðinu voru allir farþegar rútunnar í brúðkaupsfögnuði. Lögreglan vann hörðum höndum við að bjarga 21 farþegum rútunanar og fékk aðstoð frá björgunarsveitum og íbúum í nágrenninu.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir í færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni í dag að þau sem lentu í slysinu muni fá alla mögulega aðstoð. „Á þessari sorglegu stundu eru hugsanir mínar hjá syrgjandi fjölskyldunum. Ég vona að þau sem særðust nái sér aftur sem fyrst,“ segir hann.

Samkvæmt National missti bílstjóri rútunnar stjórn á henni, rásaði og lenti svo í gljúfrinu. Banaslys í umferðinu eru algeng í Indlandi og skrifast það á glæfraakstur, lélegt viðhald á vegum og hækkandi aldur á ökutækjaflota landsins. Alls deyja yfir 110.000 manns í umferðarslysum á hverju ári á Indlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig