fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Ný eyja myndaðist í neðansjávargosi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. október 2022 07:30

Nýja eyjan sem leit dagsins ljós fyrir skömmu. Mynd:Lauren Dauphin/NASA Earth Observatory

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neðansjávargos hófst nærri Tonga, sem er eyjaklasi í Kyrrahafi, þann 10. september síðastliðinn. Þá myndaðist lítil eyja í eyjaklasanum.

Tonga er í Kyrrahafi og kannski ekki land sem er oft til umræðu en margir muna kannski eftir öflugu eldgosi sem varð við eyjurnar í janúar. Þá myndaðist öflug þrýstibylgja sem fór tvo hringi um jörðina.

CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA hafi ný eyja myndast 10. september þegar neðansjávargos varð í eyjaklasanum.

Aðeins liðu ellefu klukkustundir frá því að eldgosið hófst þar til að nýja eyjan birtist á yfirborðinu að sögn NASA sem myndaði eyjuna með gervihnöttum sínum.

Eyjan stækkaði hratt að sögn NASA. Þann 14. september áætluðu jarðfræðingar á Tonga að hún væri orðin 4.000 ferkílómetrar. Þann 20. september var hún orðin 20.000 fermetrar.

Nýja eyjan er ofan á Home Reef neðansjávareldfjallinu við Central Tonga Islands.

NASA segir að fólk eigi ekki að taka of miklu ástfóstri við eyjuna því eyjur, sem verða til við gos í neðansjávareldfjöllum, séu oft skammlífar. En þær geta þó í sumum tilfellum verið sýnilegar árum og áratugum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær