fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
Pressan

Seldi leikjatölvu sonarins – Brá mjög næsta dag þegar hún fékk skilaboð frá kaupandanum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 06:07

Sara og leikjatölvan. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Foggo auglýsti eitt sinn Sega Mega Drive leikjatölvu sonar síns til sölu á Facebook. Ekki leið á löngu áður en tölvan var seld og Sara, sem býr í Yorkshire á Englandi, var nokkuð sátt við söluna. Eða þar til kaupandinn hafði samband við hana daginn eftir og „þakkaði“ henni fyrir óvænta gjöf sem var í kassanum. Sara sagðist hafa dauðskammast sín eftir að hafa fengið skilaboðin.

Það var Shane Tutton, sem safnar leikjatölvum, sem keypti tölvuna. Hann fékk vin sinn, James Bishop, til að koma við heima hjá Sara og sækja tölvuna. Viðskiptin gengu eins og í sögu og Sara fékk 25 pund fyrir tölvuna. Hún taldi að þar með væri málinu lokið en svo var nú ekki. Daily Star skýrir frá þessu.

Daginn eftir fékk hún skilaboð frá James: „Hæ! Vinur minn er mjög ánægður með tölvuna. Það eina sem kom á óvart er að það var kanína sem hoppaði um í sokki með.“ Hann bætti síðan við að kanínan væri í „líflegri“ kantinum og lét mynd fylgja með af kanínunni.

Á myndinni sést ekki bara leikjatölvan góða heldur lítill titrari sem stendur út úr sokki. „Ég dauðskammaðist mín en gat ekki hætt að hlæja. Svona kemur bara fyrir mig,“ sagði hún og bætti við: „Ég skildi ekki hvað hann átti við í fyrstu skilaboðunum en þegar hann sendi myndina hugsaði ég bara: „Ó, guð.““

Hún áttaði sig á þessu þegar hún fékk þessa mynd senda.

Hún sagðist ekki hafa hugmynd um hvernig titrarinn hennar endaði í kassanum með leikjatölvunni. „Þegar ég tók kassann fannst mér hann pínu þungur en ég hélt að það væru bara leiðbeiningabæklingarnir. James kom seinnipartinn og ég lét hann fá kassann. Það var ekki fyrr en hann sendi mér skilaboð á sunnudeginum og skirfaði um hoppandi kanínu að ég heyrði um eitthvað annað. Ég skildi ekki hvað hann átti við. Þegar hann sagði „lífleg“ kanína og sendi mér mynd, fannst mér að ég gæti dáið úr skömm,“ sagði hún og bætti við að hún hafi beðið James um að fá titrarann aftur.

Hún birti myndir af þessu öllu á Facebook og sagði að það hafi gert málið enn vandræðalegra fyrir hana að sokkurinn, sem titrarinn var í, var í eigu móður hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi

Vísindamenn telja að kynlíf geti unnið gegn frjókornaofnæmi
Pressan
Fyrir 1 viku

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik

Karl Bretaprins þáði hundruðir milljóna frá katörskum sjeik
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart

Ef þú getur ekki gert þetta í 10 sekúndur er útlitið svart
FréttirPressan
Fyrir 1 viku

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu

Hæstaréttardómari tekinn nakinn á rúntinum í þriðja sinn á árinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum