fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Pressan

Þess vegna skaltu venja þig á að anda í gegnum nefið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 13:00

Hvernig ætli þefskynið sé hjá þessum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú hugsað út í hvort þú andar meira með munninum eða nefinu? Það er nefnilega ekki sama hvort þú andar með munninum eða nefinu.

Þetta sagði Lasse Enkebølle, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Vejle í Danmörku, í sjónvarpsþættinum „Go morgen Danmark“ nýlega. Hann sagði að nefið sé sérstaklega byggt til að anda í gegnum það og því gleymi fólk oft. Það sé mikilvægt að anda með því þar sem nefið sé með innbyggðan varnarbúnað, útvörð varna líkamans.  Hann hvetur fólk því til að æfa sig í að anda með nefinu, það sé sérstaklega mikilvægt á tímum heimsfaraldurs.

Hann sagði að fólk andi oft með munninum því það sé minni mótstaða við það og því fari ekki eins mikil orka í þá öndun en það megi ekki gleyma að anda í gegnum nefið því það styrki öndunarvöðvana.

Í slímhimnu nefsins eru lítil bifhár sem flytja veiruagnir niður í gegnum kokið og niður í magann þar sem þær leysast upp í magasýru í stað þess að enda í lungunum. Bifhárin gegna því hlutverki síu. Sagði Enkebølle að það að anda gegnum nefið geti því komið í veg fyrir sjúkdóma, til dæmis kórónuveirusmit.

Hann benti fólki á að æfa sig í að anda í gegnum nefið þegar það sefur. Til dæmis sé hægt að líma límband yfir hluta af munninum til að neyða sjálfan sig til að anda í gegnum nefið. Hann sagði þetta bæta svefninn til muna og ef andað sé í gegnum nefið þá bendi ýmislegt til að það dragi úr hrotum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda

Kennari missir starfsleyfið eftir skilaboðaspjall við 15 ára nemanda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?

Neyðarleg færsla um rafmyntarkóng vekur mikla athygli – En er allt sem sýnist?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík