fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Myndband: Virkur hljóðnemi fangaði níðhvísl Fauci eftir rifrildi við Repúblikana – „Hvílíkur hálfviti“

Pressan
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 13:02

Anthony Fauci. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnarstofnunarinnar, CDC, hefur, líkt og kollegar hans víða um heim, orðið að brennidepli Covid deilunnar þar í landi. Fauci fær þó eitthvað fyrir sinn snúð, en Fox News greindi frá því í lok desember síðastliðins að hann væri nú hæst launaði opinberi embættismaður Bandaríkjanna.

Í gær var Fauci svo kallaður fyrir þingnefnd öldungadeildarinnar þar sem litlu munaði að upp úr syði milli hans og þingmanna Repúblikana. Þingmennirnir létu ýmsar spurningar og ásakanir dynja á lækninum sem svaraði fullum hálsi.

Rand Paul, öldungadeildarþingmaðurinn umdeildi frá Kentucky gerði laun Fauci að umtalsefni og spurði hann hvort rétt væri að nota gífurlega háu laun sín til þess að ráðast á vísindamenn sem eru honum ósammála. „Ég held, eins og venjulega, ert þú að afbaka allt sem ég hef sagt,“ svaraði Fauci. „Þú hefur rangt fyrir þér, þú hefur nánast alltaf rangt fyrir þér,“ bætti hann við.

Við tók nokkurra mínútna orðaskipti þeirra Fauci og Paul, sem sjá má hér að neðan.

Við tóku spurningar frá öðrum þingmönnum. Þeirra á meðal Roger Marshall, þingmaður Kansas, sem spurði Fauci hvort til greina kæmi að opinbera sínar einkafjárfestingar. Sem áður svaraði Fauci ákveðið og sagði að slík skrá væri þegar opinber og að hann hefði þurft að gefa slíkar upplýsingar upp í 35 ár.

Aftur tókst Fauci á við þingmann Repúblikana í nokkrar mínútur þar til þingmaður Demókrata greip inn í og tók sér orðið.

Fauci hvíslaði þá að kollega sínum „hvílíkur hálfviti,“ en vissi líklega ekki að hljóðneminn sem hann hafði fyrir framan sig væri enn í gangi.

Upptakan af Fauci kalla þingmanninn hálfvita gengur nú manna á milli á netinu, en hljóðbrotið má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig