fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Dart klessti á loftstein í gærkvöldi – Var á 22.530 km hraða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 05:11

Dart og Didymos. Mynd:NASA/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill fögnuður greip um sig í stjórnstöð bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA klukkan 23.16 að íslenskum tíma í gærkvöldi. Þá klessti geimfarið Dart á loftsteininn Didymos. Fylgst var með þessu í beinni útsendingu.

Þetta var hápunkturinn á margra ára verkefni og tíu mánaðar ferðar Dart um geiminn. Hraði Dart var 22.530 km/klst þegar geimfarið klessti á Didymos.

Verkefnið snerist um að prófa hvort við getum varist loftsteinum, sem stefna á jörðina, með því að láta geimfar klessa á þá og breyta stefnu þeirra þannig lítillega en þó nóg til að þeir fari fram hjá jörðinni.

Einhvern tímann í framtíðinni mun stór loftsteinn stefna á jörðina og þá verður gott að geta brugðist við með einhverjum hætti til að koma í veg fyrir árekstur við jörðina. Við vitum öll hvernig fór fyrir 66 milljónum ára þegar risastór loftsteinn lenti í árekstri við jörðina. Risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu.

Dart var skotið á loft í nóvember 2021 og var ferðinni heitið að Didymos. Þegar áreksturinn átti sér stað var Didymos í 11 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni.

Einhver tími mun líða þar til hægt verður að sjá hvort áreksturinn hafi breytt braut Didymos eitthvað en vel er fylgst með loftsteininum og braut hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Í gær

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys