fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Óbeinar reykingar og óbeinar, óbeinar, reykingar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 20:00

Frakkar eru að segja skylið við reykingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lengi hefur verið vitað að óbeinar reykingar eru hættulegar heilsu fólks. Nú hafa vísindamenn varað við hættunni af óbeinum, óbeinum reykingum.

Bandarísk rannsókn leiddi í ljós að það eitt að taka á fatnaði reykingafólks er nóg til að fólk komist í snertingu við hættulegt magn krabbameinsvaldandi efna. Daily Mail skýrir frá þessu.

Óbeinar reykingar eru þegar fólk andar tóbaksreykreyk að sér, reyk frá tóbaki sem einhver annar reykir.

Óbeinar, óbeinar reykingar eru þegar agnir úr tóbaki komast inn í efni á borð við hár, föt, húsgögn eða teppi.

Vísindamenn við Berkeley Lab í Kaliforníu gerðu ýmsar tilraunir á fólki og músum. Í einni þeirra var fólk, sem reykti ekki, beðið um að klæðast fatnaði stórreykingafólks í þrjár klukkustundir. Í ljós kom að fólkið var með 86 sinnum meira magn eiturefnanna NNK og NNN í þvagi eftir að hafa klæðst fatnaðinum.

Talið er að óbeinar reykingar auki líkurnar á lungnakrabbameini, hjá fólki sem reykir ekki, um 20 til 30%. Mun minna er vitað um óbeinar, óbeinar reykingar því fáar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því