fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Fimm ára stal bíl í nótt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 06:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm ára barn stal bíl foreldra sinna í nótt og ók 150 metra vegalengd áður en það lenti í árekstri. Þetta átti sér stað í Halmstad í Svíþjóð.

Lögreglunni barst tilkynning snemma í morgun um að bíll hefði lent í óhappi í bænum. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist ökumaðurinn vera fimm ára. Hann hafði tekið bíllykla foreldra sinna og skellt sér í bíltúr. Aftonbladet skýrir frá þessu.

En barnið var ekki eitt á ferð því það hafði tekið systkin sitt með. Ekki er skýrt frá aldri þess né kyni.

Ökumanninum unga tókst að aka 150 metra, mjög hægt, áður en hann ók á tvo kyrrstæða bíla.

Það var vegfarandi sem sá börnin í bílnum og lét lögregluna vita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni