fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

Óvænt uppgötvun í bakgarðinum – Beinagrind af risaeðlu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 07:30

Ánægðir steingervingafræðingar við uppgröftin. Mynd:Lissabonháskóli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar húseigandi einn í Pombal í Portúgal hófst handa við að stækka húsið sitt árið 2017 gerði hann merkilega uppgötvun. Hann fann bein í bakgarðinum og hafði í framhaldi af því sambandi við hóp vísindamanna.

Vísindamennirnir, sem eru steingervingafræðingar frá Spáni og Portúgal, tóku tæki sín og tól fram og hófust handa við uppgröft í garðinum. Þeir hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að þar sé að finna stóra beinagrind af risaeðlu af tegundinni sauropod.

Beinin hafa varðveist ótrúlega vel. Mynd:Lissabonháskóli

BBC segir að vísindamennirnir telji að þetta sé hugsanlega stærsta beinagrindin af risaeðlu sem fundist hefur í Evrópu. Hún hefur einnig varðveist mjög vel sem er að sögn mjög sjaldgæft. Elisabete Malafaia, hjá Lissabonháskóla, sagði að það sýni að sérstakar aðstæður hafi verið á staðnum. Talið er að beinagrindin sé um 150 milljóna ára gömul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal