fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Eru mýbit að hrjá þig? Einfalt ráð til að draga úr óþægindunum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 16. júlí 2022 13:30

Svona lít bit eftir lúsmý út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað er til ráða þegar maður er bitinn af mýflugu og kláðastillandi krem eru ekki innan seilingar?

Það eru til mörg góð krem sem draga úr þeim óþægindum sem margir verða fyrir þegar þeir eru bitnir af mýflugum. En það er nú bara þannig að þau eru ekki alltaf við höndina þegar mýflugurnar bíta mann.

En ef þú hefur aðgang að skeið, matskeið eða teskeið, og rennandi heitu vatni þá er hægt að nota það í stað sérstaks krems.

Um leið og þú uppgötvar að mýfluga hafi bitið þig er bara að finna skeið og halda henni undir rennandi heitu vatni í um eina mínútu. Því næst á að þrýsta skeiðinni að bitsvæðinu og halda henni á því í nokkrar mínútur.

Þegar þú fjarlægir skeiðina eiga bæði verkirnir og kláðinn að vera horfnir, að minnsta kosti að mestu.

Þegar mýflugur bíta okkur setja þær ákveðna tegund prótíns undir húð okkar. Þetta prótín á að tryggja að blóðið storkni ekki. Það er einmitt þetta prótín sem veldur því að okkur klæjar undan biti mýflugna. En prótínið er viðkvæmt og lifir ekki þann háa hita, sem skeiðin kallar fram, og það skýrir gagnsemi þessarar aðferðar.

Bólgan, eftir bitið, hverfur ekki strax en kláðinn ætti að hverfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig