fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Rannsókn varpar ljósi á hversu slæmt það er að sitja of mikið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 26. júní 2022 16:30

Situr þú of mikið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Löng fundarseta, seta við skrifborðið í vinnunni, seta yfir sjónvarpinu eða tölvunni. Allt hefur þetta ákveðinn kostnað í för með sér heilsufarslega. Niðurstöður fjölda rannsókna hafa sýnt fram á að það að sitja of mikið sé allt annað en hollt fyrir okkur.

Niðurstöður nýrrar stórrar rannsóknar, sem alþjóðlegur hópur vísindamanna gerði, styðja við niðurstöður fyrri rannsókna. Rúmlega 100.000 manns, í 21 landi, tóku þátt í rannsókninni.

Vísindamennirnir komust að því að fólk sem býr á fátækum svæðum verði fyrir meiri og verri heilsufarsáhrifum af því að sitja mikið.

Aukin hætta á ótímabærum dauða og hjartasjúkdómum fylgdi of mikilli setu í öllum hópum sem tóku þátt í rannsókninni. En hættan var meiri hjá fólki sem býr í lágtekjulöndum á borð við Banglades, Indlandi og Simbabve. Science Alert skýrir frá þessu.

Það að sitja í sex til átta klukkustundir á dag, hvort sem það er í bíl, vinnunni eða fyrir framan sjónvarpið jók hættuna á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða um 12 til 13% miðað við þá sem sátu í minna en fjórar klukkustundir á dag.

Ef setið er í meira en átta klukkustundir á dag eru líkurnar á hjartasjúkdómum og ótímabærum dauða 20% hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus

Indversk flugvél sendi út neyðarkall – Var að verða eldsneytislaus
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu

Svona lengi halda karlmenn að meðaltali út í kynlífinu