fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Fundu milljarða virði af kókaíni í bananakössum

Rafn Ágúst Ragnarsson
Föstudaginn 17. júní 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skaut starfsmönnum matvöruverslana í Tékklandi heldur betur skelk í bringu þegar þeir komust að því bananarnir sem þeir fengu senda í síðustu viku, voru ekki bananar. Einnig að í þeim var kókaín að virði 11 milljarða króna. Haft var samband við lögreglu þegar starfsmenn fóru að finna kókaín þjappað í, undir og á milli banananna. Þegar allir kassarnir höfðu verið skoðaðir kom í ljós um 840 kg af kókaíni. Þessu greinir Newsweek frá.

Bananakassarnir áttu uppruna sinn í Kólumbíu og það átti að taka á móti þeim í þegar þeir komu til Evrópu en höfnuðu í matvöruverslunum áður en það náðist.

„Frumlegasta aðferð fíkniefnasmyglara“

Fyrr í vikunni fann fíkniefnalögreglan í Kólumbíu einnig 1300 kg af kókaíni falið í kartöflum, samkvæmt Reuters. Kókaínið var fundið áður en náðist að flytja það úr höfninni í Cartagena til Spánar. „Þetta er líklega frumlegasta flutningsaðferðin sem fíkniefnasmyglarar hafa notað á síðustu árum, þeir földu efnin í óreglulegum mótum til að líkjast cassava ávöxtum,“ segir lögregluþjónn í Kólumbíu.

Uppljóstrari vísaði yfirvöldum til kókaínsins. „Samvinna og aðstoð fólksins sem vinnur í höfnum landsins hefur verið algjört undirstöðuatriði. Við munum halda áfram að vinna saman til að finna þá sem bera ábyrgð og komast að því hver stendur að baki þessar sendingar,“ segir lögregluþjónninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“