fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Starbucks íhugar að loka salernum fyrir viðskiptavinum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 16:00

Starbucks. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðamenn bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks íhuga nú alvarlega að loka salernum kaffihúsanna fyrir viðskiptavinum. Það er því betra að kasta af sér vatni áður en farið er að heiman til að skella í sig kaffibolla hjá Starbucks.

Það er þó aðeins í Bandaríkjunum sem verið er að íhuga að gera þetta en þar rekur keðjan 9.000 kaffihús. CNN Business skýrir frá þessu.

Fram kemur að Howard Schultz, forstjóri Starbucks, hafi skýrt frá þessu nýlega á ráðstefnu í New York.

Starbucks opnaði salerni sín fyrir öllum 2018 eftir atvik þar sem tveimur svörtum Bandaríkjamönnum var meinaður aðgangur að salerni á meðan þeir biðu eftir vini sínum. Þeir voru handteknir í kjölfarið.

Starbucks lenti í miklum ólgusjó í kjölfarið og neyddist til að biðjast afsökunar opinberlega. Í framhaldi af því var ákveðið að opna salernin fyrir öllum.

Nú segir Schultz að vegna öryggissjónarmiða geti fyrirtækið neyðst til að loka salernunum. Hann sagði að svo mikill vandi stafi nú orðið af andlega veiku fólki að starfsfólkinu geti stafað hætta af því sem og öðrum viðskiptavinum þegar salernin eru opin fyrir alla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal