fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

„Ofursnekkja“ rússnesks ólígarka gerð upptæk

Rafn Ágúst Ragnarsson
Miðvikudaginn 8. júní 2022 19:30

Snekkjan sem um ræðir. Mynd frá yachtharbour.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin unnu í dómsmáli á þriðjudaginn og gátu þá lagt hald á „ofursnekkju“ í eigu rússnesks ólígarka í Fídjí. Það var engan tíma að missa og snekkjunni, að virði um 42 milljarða króna, var siglt frá eyríkinu. Hæstiréttur Fídjí aflétti siglingarbanni sem hann hafði sett á snekkjuna sem kom í veg fyrir að Bandaríkin náði að gera hana upptæka.

Dómsúrskurðurinn var mikill sigur fyrir Bandaríkin í herferð þeirra að gera upptækar eignir rússneskra auðjöfra um allan heim, samkvæmt AP. Bandaríkin fjarlægðu bátinn innan við klukkutíma frá því að úrskurðurinn var lesinn upp.

Áfrýjunarréttur Fídjí vísaði málinu frá í maí eftir áfrýjun Feizals Haniff, lögfræðingi fyrirtækisins sem lagalega séð er eigandi „ofursnekkjunnar,“ sem fer undir nafninu Amadea. Feizal hélt því fram að Bandaríkin hefðu ekki lögsögu til að gera snekkjuna upptæka, allavega ekki þangað til að kæmi í ljós hver væri í raun eigandi hennar.

Náðu ólígarkanum vegna pítsaofns

Bandaríkin héldu því fram að rannsókn þeirra á henni hafi sýnt að lúxussnekkjan, sem sigldi undir fána Cayman-eyja, væri í raun í eigu rússneska auðjöfursins Suleiman Kerimov. Eignir hans eru metnar á um tvær billjónir króna. Það er, tvær milljón milljónir. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, tengdi snekkjuna við Kerimov-fjölskylduna vegna leyninafna sem hún notaði um borð og kaup á hlutum eins og pítsaofn og heilsulindarrúmi.

Snekkjan, sem er meira en hundrað metra löng, skartar meðal annars búri með lifandi humrum, handmáluðu píanó, sundlaug og stórum þyrlupalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig