fbpx
Laugardagur 02.júlí 2022
Pressan

Lítil stúlka sagði móður sinni frá undarlegum degi í leikskólanum – Nú eru réttarhöldin hafin

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 20:00

Málið verður tekið fyrir í ágúst. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumardag einn árið 2019 sagði lítil stúlka móður sinni frá undarlegum degi í leikskólanum þegar móðir hennar sótti hana. Þetta varð til þess að móðirin hafði samband við lögregluna og hófst rannsókn í kjölfarið. Nú eru réttarhöld hafin í málinu.

B.T. skýrir frá þessu. Fram kemur að stúlkan hafi meðal annars sagt móður sinni að einn starfsmaðurinn, karlmaður, væri undarlegur og að hann hefði snert kynfæri hennar.  Þetta átti sér stað á leikskóla á Kaupmannahafnarsvæðinu.

Starfsmanninum var strax vikið frá störfum en meira varð ekki úr málinu þá og fallið var frá kæru á hendur honum. Í janúar á þessu ári beindust sjónir lögreglunnar aftur að manninum og nú hefur hann verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn minnst sjö börnum.

Saga stúlkunnar frá 2019 er hluti af málinu því samkvæmt ákærunni var hún fyrsta barnið af sjö, á aldrinum 4 til 6 ára, sem maðurinn braut gegn.

Réttarhöld yfir manninum eru hafin en hann neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi

Skyndikynni geta kostað allt að sjö ára fangelsi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár

Kennari afhjúpar ástæðuna fyrir því að hann hefur verið með auðan stól í kennslustofunni í 50 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu

Þess vegna áttu ekki að sofa með kveikt á viftu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum

Þessi níu einkenni Ómíkron koma oft fram hjá fullbólusettum
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum

Þetta verður um auðæfi Bill Gates að honum látnum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa

Telja að bólusetningar gegn kórónuveirunni hafi bjargað 20 milljónum mannslífa
Pressan
Fyrir 1 viku

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó

Býr í Belgíu og sigraði í borgarstjórakosningum í Tókýó
Pressan
Fyrir 1 viku

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“

Úkraína og Moldóva orðin umsóknarríki – „Framtíð Úkraínu er í Evrópusambandinu“