fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Pressan

Amazon greiðir starfsfólki sínu 4.000 dollara ef það þarf að fara á milli ríkja í þungunarrof

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 17:00

Amazon breytir reglunum um heimavinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska netverslunin Amazon hefur ákveðið að greiða starfsfólki sínu allt að 4.000 dollara ef það þarf að ferðast á milli ríkja til að sækja sér læknismeðferð, þar á meðal til að fara í þungunarrof. Fyrirtækið bætist þar með í hóp Citigroup og Yelp sem hafa gripið til svipaðra aðgerða til að bregðast við þröngum skilyrðum fyrir þungunarrofi í sumum þeirra ríkja sem Repúblikanar fara með völdin í.

Sky News segir að í tilkynningu frá Amazon til starfsfólks komi fram að fyrirtækið muni aðstoða starfsfólk sem verður að leggja land undir fót til að fá viðeigandi læknismeðferð við einhverju sem ógnar ekki lífi þeirra. Þetta á við ef starfsfólkið getur ekki fengið viðeigandi læknismeðferð innan 100 mílna frá heimili sínu og ef ekki er hægt að notast við fjarfundabúnað í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Allt starfsfólk Amazon nýtur þessara réttinda.

Greiðslan er ekki eingöngu bundin við þungunarrof. Hún nær til dæmis til þeirra sem glíma við hjartasjúkdóma eða þurfa aðstoð við að losa sig úr greipum vímuefnanotkunar.

Að auki getur starfsfólk fengið allt að 10.000 dollara á ári í styrk frá fyrirtækinu ef það þarf að sækja sér læknisaðstoð um langan veg vegna lífshættulegra veikinda.

Eins og DV skýrði frá þá stefnir í að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnemi rétt kvenna til þungunarrofs og veiti ríkjum landsins mikið svigrúm til að setja lög um þungunarrof. Við þessu eru Amazon og önnur fyrirtæki að bregðast.

Segir að Hæstiréttur Bandaríkjanna muni samþykkja afnám réttinda kvenna til þungunarrofs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini

Hryllingur í Þýskalandi – Mætti með hníf í vinnuna og réðst á starfssystkini
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“

„Ávanabindandi“ ástarsambönd Clint Eastwood rakin í nýrri ævisögu: „Ég ætlaði að gera eins og mér sýndist“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar

Miðinn í ruslinu breytti lífi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði

Hetjuleg björgun föður – Stökk á eftir dóttur sinni sem féll frá borði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“

Flugfreyja segir að flugáhafnir stundi kynlíf í flugstjórnarklefanum – „Vélin er á sjálfstýringu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun