fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Vísindin hafa talað – Þess vegna sofna karlmenn oft fljótlega eftir samfarir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 30. apríl 2022 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar konur hafa eflaust upplifað ákveðna ónægju með karla sem hafa bara velt sér á hliðina strax að kynlífi loknu og sofnað.

Samkvæmt því sem vísindamenn segja þá er þetta ekki vegna þess að karlarnir séu svo þreyttir eftir kynlífið heldur sé þetta vegna þess að þegar karlar fá fullnægingu, sérstaklega við samfarir, þá „lokist“ hluti af heila þeirra og sendi líkamanum skilaboð um að fara að sofa. Illustreret Videnskab skýrir frá þessu.

Margir hafa eflaust talið að þessa skyndilegu þreytu megi rekja til hinnar líkamlegu athafnar sem samfarir eru. Hún kemur kannski aðeins við sögu en aðalorsökin er að heilinn losar um hormónið prólaktín þegar karlar fá fullnægingu.

Við fullnægingu karlar losar heilinn auk þess um dópamín, serótín og fleiri efni sem verðlauna heilann með „tilfinningu um vímu og ánægju“. Þetta eru „verðlaun“ sem við erum hönnuð til að taka við því það á að vera gott að fá fullnægingu svo hægt sé að tryggja viðgang tegundarinnar.

En þessi efni auka einnig á syfju og þá aðallega prólaktín. Það er sem sagt aðalástæðan fyrir að margir karlar verða syfjaðir strax eftir að hafa fengið fullnægingu.

Ástæðan fyrir að þreytan er miklu meiri hjá mörgum körlum eftir kynlíf með öðrum aðila en við sjálfsfróun er að magn prólaktíns er fjórum sinnum meira eftir fullnægingu við samfarir en við fullnægingu við sjálfsfróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“