fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Pressan

Lýsa yfir neyðarástandi vegna morðöldu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 06:59

Hermenn við gæslu á götu úti í San Salvador. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingið í El Salvador samþykkti á sunnudaginn að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna mikillar morðöldu. Það eru glæpagengin Barrio 18 og MS-13 sem bera ábyrgð á morðöldunni. Á laugardaginn var lögreglunni í landinu tilkynnt um 62 morð.

Með neyðarlögunum er stjórnarskrárvarinn réttur fólks til félagsstarfsemi gerður óvirkur í 30 daga og það sama á við um rétt fólks til að fá skipaðan verjanda á kostnað ríkisins þegar það er sakað um glæp. Markmiðið er að auðvelda yfirvöldum að takast á við glæpagengin. Lögreglunni verður einnig heimilað að hlera símtöl og halda grunuðum lengur í varðhaldi án þess að færa þá fyrir dómara til að krefjast gæsluvarðhalds.

Skipulögð glæpasamtök hafa lengi starfað í El Salvador og hafa barist við öryggissveitir og innbyrðis um yfirráð á ákveðnum svæðum og yfirráð yfir flutningsleiðum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar

Rannsókn sýnir samhengi á milli kaffidrykkju og öldrunar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum

Svona er hægt að losna við svitalykt úr handarkrikunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið

Pokémonspilum að verðmæti 400.000 stolið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 1 viku

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“

92 ára sakfelldur fyrir morð – „Elsta óleysta morðmálið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi