fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Deltacron er nýjasta kórónuveiruafbrigðið – Þarf að hafa áhyggjur af því?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. mars 2022 18:00

Það eru til margar veirur, mishættulegar. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir veirufræðingar hafa kortlagt genamengi nýs afbrigðis af kórónuveirunni en það er kallað „Deltacron“ en það býr yfir stökkbreytingum frá bæði Ómíkron og Deltaafbrigðum veirunnar. Nokkur tilfelli afbrigðisins hafa greinst í Frakklandi.

Sky News skýrir frá þessu. Áhyggjur vöknuðu af þessu afbrigði fyrr á árinu þegar rannsóknarstofa á Kýpur fann þetta afbrigði veirunnar.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO skýrði frá því í síðustu viku að afbrigðið hefði einnig greinst í Hollandi og Danmörku. Tvö tilfelli þess hafa einnig verið staðfest í Bandaríkjunum.

Vísindamenn segja að afbrigðið sé blanda af Delta- og Ómíkronafbrigðunum. Veirur blandast saman þegar einhver er smitaður af tveimur afbrigðum á sama tíma, þá afrita frumurnar sig saman í nýja veiru.

Maria van Kerkhove, hjá WHO, sagði að búast hafi mátt við að þetta afbrigði kæmi fram á sjónarsviðið, sérstaklega í ljósi mikillar útbreiðslu Ómíkron og Delta. Hún sagði að WHO fylgist með afbrigðinu.

Vísindamenn segja að nú sé nægt ónæmi til staðar hjá fólki gegn bæði Delta og Ómíkron og því sé engin ástæða til að óttast að nýja afbrigðið sé ónæmt fyrir bóluefnum. Sumir höfðu óttast að afbrigðið verði skeinuhætt þar sem Delta veldur alvarlegri veikindum hjá fólki en Ómíkron en á móti er Ómíkron meira smitandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Í gær

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum