fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Þetta gerist í líkamanum ef þú borðar tvo banana daglega

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. mars 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bananar eru einn vinsælasti ávöxtur heims. Þeir bragðast vel (að flestra mati) og eru líka bráðhollir. Það fylgja því ýmsir kostir að borða tvo banana á dag og er kannski ekki úr vegi að prófa það um hríð til að sjá hvernig líkaminn bregst við.

Það að borða tvo banana á dag lækkar blóðþrýstinginn og ætti að geta komið honum í eðlilegt horf ef hann er of hár. Ástæðan er að það er mikið af kalíum í þeim.

Bananar geta einnig dregið úr þyngd því þeir innihalda mikið af trefjum og valda því mettunartilfinningu lengur en margar aðrar fæðutegundir. Þeir innihalda einnig sterkju sem dregur úr matarlyst.

Bananar auka einnig næmi líkamans fyrir insúlíni en það skiptir miklu máli því ef frumurnar eru ekki næmar fyrir insúlíni geta þær ekki tekið glúkósa upp og þá finnur þú fyrir hungri.

Bananar draga einnig úr líkunum á blóðleysi en járnskortur veldur því. Blóðleysi veldur síðan þreytu. Bananar innihalda mikið af járni og örva því myndun rauðra blóðkorna. Þeir innihalda einnig B6 vítamín sem heldur jafnvægi á magni glúkósa í blóðinu.

Þeir innihalda efnið tryptophan en það framleiðir serótónín sem er kannski betur þekkt sem hamingjuhormónið. Það bætir skapið og dregur úr stressi að því er segir á vef bedrelivsstil.dk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“