fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Rússneskur athafnamaður leggur eina milljón dollara til höfuðs Pútín

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 18:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lofa að greiða eina milljón dollara til foringja sem uppfylla stjórnarskrárbundna skyldu sína og handtaka Pútín sem stríðsglæpamann undir rússneskum og alþjóðlegum lögum,“ segir Alex Konanykhin, 55 ára gamall rússneskur athafnamaður í útlegð. Alex birtir tilkynninguna á Facebook-síðu sinni en Bild Zeitung í Þýskalandi fjallar um málið.

Alex segir að Pútín sé ekki réttkjörinn forseti Rússlands þar sem hann hafi komist til valda í kjölfar þess að byggingar voru sprengdar upp í loft í Moskvu árið 1999. Um er að ræða óupplýstan atburð en tjetneskum hryðjuverkamönnum var kennt um voðaverkið.

Alex segir ennfremur í tilkynningu sinni að Pútin hafi komið í veg fyrir frjálsar kosningar í valdatíð sinni og hann hafi látið myrða pólitíska andstæðinga sína. Segist Alex líta á það sem siðferðislega skyldu sína að stuðla að því að afnasistavæða Rússland. Segist hann munu styðja Úkraínumenn í hetjulegri vörn sinni gegn herjum Pútíns.

Í upphaflegri færslu Alex um málið stóð slagorðið „Wanted dead or alive“ en Facebook eyddi þeim pósti. Birti Alex þá hógværari færslu þar sem hvatt er til handtöku Pútíns en ekki að hann sé tekinn af lífi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Í gær

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?