fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Vissir þú þetta um getnaðarlim karla?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. febrúar 2022 05:43

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert karl þá er mjög líklegt að þú hafi átt í nánu sambandi við getnaðarliminn þinn allt þitt líf. Þið ólust jú upp saman og hann fer hvert sem þú ferð. Ef þú ert kona þá var það líklega síðar á lífsleiðinni sem þú kynntist þessu líffæri.

En veist þú allt um getnaðarlimi? Líklega ekki. Hér koma nokkrir „fróðleiksmolar“ um þá.

Getnaðarlimir geta „brotnað“. Þetta vekur eflaust óhug hjá einhverjum körlum enda getur þetta ekki verið annað en mjög vont. Það er þó ekki um beinbrot að ræða því það eru engin bein í getnaðarlimum. En æðarnar sem fyllast af blóði þegar limurinn harðnar geta sprungið. Þá streymir blóð út í liminn og það veldur miklum bólgum og verkjum.

Það berast þó ekki margar tilkynningar um atburði af þessu tagi en hugsanlega finnst sumum körlum vandræðalegt að tala um þetta og tilkynna þetta því ekki. Samkvæmt upplýsingum frá breskum heilbrigðisyfirvöldum þá á um þriðjungur óhappa af þessu tagi sér stað þegar limurinn rennur út úr konunni þegar hún er ofan á við samfarir. Hún lendir því á limnum og hann „brotnar“.

Karlar fá margoft standpínu á nóttunni. Meðalmaðurinn fær standpínu þrisvar til fimm sinnum á meðan á góðum nætursvefni stendur. Ef það gerist ekki þá getur það verið merki um að eitthvað sé að.

Það hljómar kannski svolítið mikið að þetta geti gerst fimm sinnum yfir nóttina og verður kannski enn „villtara“ þegar haft er í huga að hver standpína getur varað í allt að 35 mínútur. Meðalmaðurinn getur því verið með standpínu í rúmlega tvær klukkustundir á hverri nóttu!

Lengd getnaðarlimsins er algjörlega óhæð skóstærð eiganda hans! Margir hafa eflaust heyrt talað um að stórir fætur þýði að viðkomandi sé með stóran getnaðarlim en þetta var afsannað í breskri rannsókn árið 2002. Vísindamennirnir mældu lengd 104 getnaðarlima og báru saman við skóstærð eigenda þeirra til að sjá hvort tengsl væru á milli. Svo var ekki. Þeir komust þó að því að meðallengd getnaðarlima, þegar þeir eru ekki í reisn, er 13 cm og meðalskóstærð eigenda þeirra er númer 43.

Lítil typpi lengjast mest, sagði í einhverjum lagatexta og niðurstöður rannsóknar frá 1988 benda til að þetta eigi við rök að styðjast. Samkvæmt þeim þá lengjast stuttir getnaðarlimir miklu meira en stærri þegar reisn á sér stað. Rannsóknin náði til 2.770 karla, eða öllu heldur getnaðarlima þeirra, og niðurstaðan var að stuttir limir stækkuðu um heil 86% við reisn en þeir stóru „aðeins“ um 47%. Rannsóknin var birt árið 1988 í Journal of Sex Research. Niðurstaða hennar var að lengdarmunurinn á stuttum og löngum getnaðarlimum var 3,1 cm þegar þeir voru ekki í reisn en í reisn var munurinn 1,7 cm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu

Fundu lík vörubílstjórans þremur mánuðum eftir að hann endaði í holu
Pressan
Í gær

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað

Þetta er „hollasti drykkur heims“ og hann getur styrkt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?

Á að nota tannþráð fyrir eða eftir tannburstun?