fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Fornleifafræðingar fundu rústir grísks hofs á sunnanverðri Ítalíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. febrúar 2022 16:30

Hér sést hluti af þessu spennandi fornleifasvæði. Mynd:Parco Archeologico di Paestum e Velia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fornir hjálmar hermanna, málmleifar, sem eru taldar vera úr vopnum, og rústir hofs fundust nýlega í Velia á sunnanverðri Ítalíu. Svæðið var áður öflug grísk nýlenda.

The Guardian segir að sérfræðingar telji hjálmana, sem eru í góðu standi, og málmleifarnar vera frá orustunni um Alalia sem var háð á sjöttu öld fyrir krist. Þá báru Grikkir sigurorð af óvinum sínum í sjóorustu undan strönd Korsíku.

Velia er stórt svæði þar sem mikið er af fornleifum. Þar fundust einnig leifar af hofi og vasar með grísku áletruninni „heilagt“. Þessir munir fundust á svæði þar sem háborgin hefur verið í þessum gríska bæ.

Massimo Osanna, forstjóri ítalskra safna, segir að á svæðinu séu líklega munir sem voru gefnir gyðjunni Aþenu, sem var gyðja visku og herkænsku, eftir orustuna um Alalia. Eftir orustuna tóku Grikkirnir stefnuna á Ítalíu og keyptu sér land og stofnuðu Velia.

Osanna segir að þessi fundur varpi nýju ljósi á sögu hinnar öflugu grísku nýlendu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali