fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Fornleifafræðingar fundu rústir grísks hofs á sunnanverðri Ítalíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. febrúar 2022 16:30

Hér sést hluti af þessu spennandi fornleifasvæði. Mynd:Parco Archeologico di Paestum e Velia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fornir hjálmar hermanna, málmleifar, sem eru taldar vera úr vopnum, og rústir hofs fundust nýlega í Velia á sunnanverðri Ítalíu. Svæðið var áður öflug grísk nýlenda.

The Guardian segir að sérfræðingar telji hjálmana, sem eru í góðu standi, og málmleifarnar vera frá orustunni um Alalia sem var háð á sjöttu öld fyrir krist. Þá báru Grikkir sigurorð af óvinum sínum í sjóorustu undan strönd Korsíku.

Velia er stórt svæði þar sem mikið er af fornleifum. Þar fundust einnig leifar af hofi og vasar með grísku áletruninni „heilagt“. Þessir munir fundust á svæði þar sem háborgin hefur verið í þessum gríska bæ.

Massimo Osanna, forstjóri ítalskra safna, segir að á svæðinu séu líklega munir sem voru gefnir gyðjunni Aþenu, sem var gyðja visku og herkænsku, eftir orustuna um Alalia. Eftir orustuna tóku Grikkirnir stefnuna á Ítalíu og keyptu sér land og stofnuðu Velia.

Osanna segir að þessi fundur varpi nýju ljósi á sögu hinnar öflugu grísku nýlendu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“