fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Íbúar sænska bæjarins Fucke vilja breyta nafni hans

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. janúar 2022 11:00

Mynd:Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar litla sænska bæjarins Fucke vilja gjarnan breyta nafni hans. Þetta er sannkallaður smábær en þar eru 11 hús. Bærinn stendur við Fuckesjön (Fucke vatn) nærri öðrum litlum bæ, Hump, sem er við Humpsjön (Hump vatn).

Sögu Fucke má rekja allt aftur til 1547 en til eru sagnir um bæinn frá þeim tíma. Á þeim tíma hefur nafnið væntanlega ekki valdið neinum vandræðum en með alþjóðavæðingunni hefur það breyst því nafnið er svolítið óheppilegt því til er enska orðið „fuck“ (ríða, samfarir) og auðvelt að heimfæra Fucke upp á það.

Þetta óheppilega nafn veldur bæjarbúum til dæmis vandræðum þegar þeir reyna að setja auglýsingar inn á Facebook eða skrifa um bæinn. Færslur þeirra eru þá ritskoðaðar. Bæjarbúarnir hafa því sent beiðni til yfirvalda um að fá að breyta nafni bæjarins í Dalsro. Sænska ríkistúvarpið skýrir frá þessu.

En nafnabreyting gengur ekki hratt fyrir sig því fyrst þurfa sænska minjanefndin og mál- og þjóðsagnastofnun landsins að samþykkja beiðnina. Það er því talið ólíklegt að búið verði að breyta nafninu fyrir sumarið.

Íbúarnir hafa áður reynt að breyta nafni bæjarins en 2007 sóttu þeir um að breyta því í Fjukeby. Yfirvöld höfnuðu þeirri beiðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali