fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Afleiðing COVID-19-smits hjá börnum – Verða matvönd

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 07:00

Kórónuveiran skæða er enn á sveimi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af afleiðingum COVID-19 hjá börnum er að sum missa allan áhuga á mat og finnst „erfitt að borða.“ Sérfræðingar segja að svo virðist sem mörg börn verði mjög matvönd eftir að hafa glímt við COVID-19.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að kórónuveiran valdi því að sífellt fleiri börn og ungmenni þrói með sér einkenni þar sem þau finna undarlega og oft vonda lykt. Til dæmis getur súkkulaði lyktað eins og bensín og sítróna eins og úldið rusl.

Sky News hefur eftir sérfræðingum að þetta geti gert börnum mjög erfitt fyrir við að borða mat sem þau voru áður mjög hrifin af. Haft er eftir Carl Philpott, prófessor við Norwich læknaskólann, að í mörgum tilfellum geri þetta börn algjörlega fráhverf mat og að þeim finnist erfitt að borða. Hann sagði að talið sé að þetta megi rekja til þess að þefskynjarar virki eins vel og áður og geri að verkum að börnin finni aðeins ákveðna lykt.

Hann sagði einnig að vitað sé að um 250.000 fullorðnir Bretar glími við þetta vandamál eftir að hafa glímt við COVID-19 en nú bætist sífellt fleiri börn í þennan hóp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni