fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Pressan

Andrés prins sagður sannfærður um að hann geti hrist af sér nauðgunarkæruna

pressan
Miðvikudaginn 8. september 2021 22:06

Andrew prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski miðillinn Mirror hefur það eftir heimildarmönnum að Andrés prins sé sannfærður um að hann geti snúið aftur í sviðsljósið á næsta ári og „hrist af sér“ nauðgunarkæruna sem lögð hefur varið fram gegn honum.

Prinsinn á að hafa sagt trúnaðarvinum sínum að hneykslið í kjölfar þess að hann var sakaður um kynferðisbrot muni fljótlega deyja út og að málið sem meintur þolandi hans, Virginia Giuffre, hefur höfðað á hendur honum verði aldrei að neinu.

Virgina sakar Andrés um að hafa nauðgað sér þegar hún var 17 ára gömul á heimili fjármálarisans Jerry Epsteins í New York. Hún höfðaði einkamál á hendur Andrési til að draga hann til ábyrgðar fyrir brot sín, en meint brot áttu sér stað fyrir um tveimur áratugum síðan. Vonaðist hún jafnframt að með því að stíga fram og kæra þá muni það veita öðrum þolendum hugrekkið til að gera slíkt hið sama.

Á næsta ári fagnar Elísabet Bretadrottning 70 ára drottningarafmæli og samkvæmt heimildum innan hallarinnar mun Andrés ekki taka þátt í opinberum viðburðum af því tilefni. Hins vegar mun Andrés sjálfur standa í þeirri trú að hann nái að bjarga orðspori sínu í tæka tíð fyrir þetta sögulega afmæli.

Mirror hefur það nú eftir heimildarmönnum að Andrés geti harla beðið þess að snúa aftur á sjónarsviðið.

„Það hljómar kannski ómögulegt en ef eitthvað er þá hefur stappast í hann stálið undanfarnar vikur og hann er enn algjörlega sannfærður ekki bara um að hann verði sýknaður heldur að hann eigi greiða leið aftur í sviðsljósið,“ hefur Mirror eftir heimildum.

„Áætlun hans, ef áætlun má kalla, er að tjá sig ekki neitt um þessar ásakanir. Andrés segir að hann hafi ekki lesið fréttirnar og ekkert fylgst með því sem er að gera í kringum hann sem allir geta séð að er ekki bara hörmulegt fyrir orðstír hans heldur líka fyrir alla konungsfjölskylduna.“

Andrés er sagður hafa flúið í annað sinn á einum mánuði til Skotlands til að forðast stefnuvotta sem freista þess að birta honum skjöl vegna kæru Virginiu. Hann hefur neitað að tjá sig opinberlega um sakirnar og búast lagasérfræðingar við að málareksturinn gæti tekið allt að fimm ár.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

James Michael Tyler „Gunther“ er látinn 59 ára að aldri

James Michael Tyler „Gunther“ er látinn 59 ára að aldri
Pressan
Í gær

Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi

Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi
Pressan
Fyrir 2 dögum

SÞ segja að loftslagsbreytingar ógni 118 milljónum fátækra Afríkubúa

SÞ segja að loftslagsbreytingar ógni 118 milljónum fátækra Afríkubúa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun nærri Pompeii

Merk uppgötvun nærri Pompeii
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innflytjendur kostuðu danska ríkið 620 milljarða á einu ári

Innflytjendur kostuðu danska ríkið 620 milljarða á einu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjálfsvíg japanskra barna hafa aldrei verið fleiri

Sjálfsvíg japanskra barna hafa aldrei verið fleiri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærð fyrir að halda kynlífspartý fyrir son sinn

Ákærð fyrir að halda kynlífspartý fyrir son sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan lýsti eftir konu – Fannst látin í lögreglubíl

Lögreglan lýsti eftir konu – Fannst látin í lögreglubíl