fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Búðareigandi reyndi að stinga af til Kanaríeyja eftir að hafa stolið 77 milljón króna skafmiðavinningi af viðskiptavini

Pressan
Þriðjudaginn 7. september 2021 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá undarlegi atburður átti sér stað nýlega á Ítalíu að búðareigandi lagði á flótta undan lögreglu eftir að hafa stolið skafmiða með 77 milljón króna vinning af viðskiptavin sínum.

Viðskiptavinurinn, kona á sjötugsaldri, hafði heppnina með sér á skafmiða og vann á honum rúmlega 77 milljónir. Hún fór aftur í verslunina þar sem hún hafði keypt miðann á föstudaginn síðasta þar sem hún bað starfsmann að staðfesta að um vinningsmiða væri að ræða.

Starfsmaðurinn leitaði til Gaetano Scutallero, eigandann um að stafesta vinninginn. Gaetano ákvað þá að halda miðanum, stökk á vespuna sína og flúði af vettvangi.

Lögregla lýsti í kjölfarið eftir Gaetano og var víðtæk leit hafin af honum. Komið var í veg fyrir að hægt væri að leysa út vinninginn og í gær tókst lögreglu svo loks að hafa hendur í hári verslunareigandans. Hann var þá staddur á flugvelli í Róm og var á leiðinni um borð í flugvél sem var á leið til Kanaríeyja.

Gaetano var þó ekki með vinningsmiðann á sér og greindi lögreglu frá því að hann hefði komið honum fyrir á öruggum stað í banka. Vill hann meina að hann sé lögmætur eigandi vinningsmiðans og segist hafa opnað nýjan bankareikning og vill fá vinninginn greiddan út.

Konan sem kveðst vera vinningshafinn hefur kært Gaetano fyrir þjófnað, en Gaetano segist hins vegar ætla að kæra hana á móti fyrir meiðyrði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig