fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

11 ára drengur stunginn í draugahúsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. september 2021 17:30

Umræddur hnífur. Mynd:Berea Police Department.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fór Karen Bednarski með 11 ára son sinn, Frank, í hið vinsæla draugahús 7 Floors í Berea í Ohio. Þetta átti að vera skemmtilegur dagur en breyttist fljótlega í blóðuga alvöru eftir að mæðginin hittu leikara sem tók hlutverk sitt aðeins of alvarlega.

Leikarinn, hinn 22 ára Christopher Pogozelski, hafði tekið veiðihníf með sér að heiman í von um að geta lífgað enn frekar upp á upplifun gestanna.

„Hann gekk í átt að syni mínum með hníf í höndinni og ætlaði að hræða okkur,“ sagði Bednarski í samtali við News 5.

Frank hræðist ekki auðveldlega og fannst honum ekki mikið til um hnífinn og sagði við Pogozelski: „Hann er ekki einu sinni ekta, ég er ekki hræddur,“ sagði Bednarski.

Áverkarnir voru ekki miklir. Mynd:Berea Police Department.

Þá byrjaði Pogozelski að stinga hnífnum ítrekað ofan í grasið en var aðeins of ákafur í að reyna að hræða Frank og stakk hnífnum óvart í fót hans. Bednarski hafði strax samband við lögregluna.

Þegar lögreglan kom á vettvang „blæddi lítillega“ úr stórutá Frank. Fjölskyldan afþakkaði frekari aðstoð því Frank vildi halda áfram að skemmta sér í draugahúsinu segir í umfjöllun Charlotte Observer.

Eigandi draugahússins, Rodney Geffert, segir að um óhapp hafi verið að ræða. Pogozelski sé mjög vinsæll meðal gesta draugahússins. Bednarski er ekki sátt við hvernig starfsfólk draugahússins tók á málinu og sagði að það hafi bara sagt að óhöpp eigi sér stað. Hún sagði einnig að Frank hafi verið neitað um skyndihjálp því starfsfólkið hefði ekki hlotið þjálfun í að veita skyndihjálp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu