fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Þetta eru kostirnir við að fara í bað á kvöldin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. ágúst 2021 22:00

Þværð þú alla líkamshluta nægilega vel?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margvíslegir kostir við að fara í bað á kvöldin frekar en á morgnana, það er að minnsta kosti mat sumra. En aðrir vilja frekar byrja daginn á að fara í bað eða sturtu til að koma sér í gang en aðrir geta ekki hugsað sér það og vita ekkert betra en að baða sig að kvöldi.

Að mati þeirra sem baða sig á kvöldin þá eru nokkrir af helstu kostunum við það þessir:

Húðin verður betri við það. Þegar við sofum endurnýjar húðin sig, það er að segja líkaminn losar sig við dauðar húðfrumur og býr til nýjar. Það er að sögn auðveldara fyrir líkamann að gera þetta ef húðin er hrein. Með því að fara í bað á kvöldin auðveldar þú því líkamanum þetta starf.

Húðin verður ekki eins feit. Ef þú ert ein(n) af þeim sem ert oft með fituga húð þá getur bað á kvöldin hjálpað til við að leysa þennan vanda. Bað á kvöldin dregur að sögn úr líkunum á að þú fáir bólur því þú liggur ekki í fitu og skít yfir nóttina.

Ofnæmi. Ef þú er með eitthvað ofnæmi þá getur verið snjallt að fara í bað á kvöldin. Frjókorn og annað, sem þú ert kannski með ofnæmi fyrir, getur sest í hárið og á húðina og því er gott að skola það af fyrir svefninn.

Auðveldara að sofna. Eitt af þeim góðu ráðum sem eru gefin þegar fólk á erfitt með að sofna er að fara í gott bað. Þá slakar líkaminn á og hitastig hans lækkar. Lægri líkamshiti gerir fólki oft auðveldara fyrir með að sofna og því ætti bað að kveldi til að hjálpa þér við að sofna. Mælt er með að farið sé í bað um einni og hálfri klukkustund áður en gengið er til náða.

Meira kynlíf. Það er auðvitað alltaf skemmtilegra að stunda kynlíf ef báðir (eða allir) þátttakendurnir eru hreinir. Það mun því líklega ýta undir meiri kynlífsiðkun ef annar, báðir eða allir aðilar fara í bað á kvöldin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig