fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

„Ég gerði mistök“ segir Bill Gates

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 06:50

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí tilkynntu Bill og Melinda Gates að þau ætluðu að skilja eftir 27 ára hjónaband. Á mánudaginn gekk skilnaðurinn í gegn. Bill Gates ræddi við Anderson Cooper, fréttamann hjá CNN, um skilnaðinn og fleira í vikunni.

Aðspurður um líðan sína sagði Bill að skilnaðurinn markaði sorgleg tímamót. Melinda væri góð manneskja og það að binda enda á hjónaband þeirra hefði mikla sorg í för með sér. „Við tölum saman og vinnum saman í sjóðnum og við munum reyna að halda því áfram,“ sagði og átti þar við samstarf þeirra í mannúðarsjóði þeirra, Bill and Melinda Gates Foundation.

Cooper fór síðan inn á umfjallanir New York Times og Wall Street Journal um að Melinda hafi haft áhyggjur af því að Bill umgekkst barnaníðinginn Jeffrey Epstein sem hafði þá hlotið dóm fyrir að hafa selt unglingsstúlku í vændi. „Getur þú útskýrt samband þitt við Epstein? Hafðir þú áhyggjur af því?“ spurði Cooper.

„Auðvitað. Ég snæddi oft með honum því ég vonaðist til þess að það sem hann sagði um að gefa milljarða til mála tengdum alþjóðarheilbrigðismálum myndi rætast en þegar það stefndi í að ekkert yrði af því sleit ég þessu,“ svaraði Bill og bætti við: „En það voru mikil mistök að umgangast hann og veita honum trúverðugleika með nærveru minni. Það voru margir aðrir í þessari sömu stöðu en ég gerði mistök.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála