fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Situr sem fastast þrátt fyrir sláandi ásakanir um kynferðislega áreitni – „Ég hef aldrei snert neinn með óviðeigandi hætti“

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 19:09

Governor Andrew Cuomo holds press briefing and makes announcement to combat COVID-19 Delta variant at 633 3rd Avenue in New York on August 2, 2021. (Photo by Lev Radin/Sipa USA)(Sipa via AP Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil að þið heyrið beint frá mér að ég hef aldrei snert neinn með óviðeigandi hætti eða áreitt kynferðislega,“ sagði Andrew Coumo, ríkisstjóri New York í Bandaríkjunum í dag. Um er að ræða viðbrögð hans við alvarlegum ásökunum sem lagðar hafa verið fram á hendur honum um kynferðislega áreitni gegn fjölda kvenna.

Ríkissaksóknari hóf rannsókn á ríkisstjóranum fyrir fimm mánuðum síðan eftir að formleg kvörtun barst um óviðeigandi athæfi Coumos. Niðurstöður rannsóknarinnar voru svo kynntar í dag en samkvæmt þeim er Coumo sekur um áreitni gegn ellefu konum sem ýmist hafi gegnt opinberum störfum fyrir New York-ríki eða ekki.

Þar segir jafnframt að umhverfis Coump hafi skapast eitruð vinnustaðamenning þar sem einelti og áreitni hafi fengið að viðgangast og þar sem beitt hafi verið ógnarstjórn sem ól á ótta sem gerði það að verkum að starfsmenn töldu sig ekki geta stigið fram með ásakanir sínar. Skýrlan um rannsóknina er afar ítarleg, telur alls 168 blaðsíður og byggir á samræðum við 179 einstaklinga.

Neitar alfarið

Eins og áður hefur komið fram hefur Coumo nú þegar brugðist við þessum ásökunum en hann neitar alfarið sök og ætlar ekki að segja af sér embætt.

Viðbrögð vegna málsins hafa borist frá embætti forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, sem segir niðurstöðurnar sláandi og ætlar embættið að gefa út formlega yfirlýsingu síðar í dag. Biden hefur áður sagt að ef niðurstöður rannsóknarinnar bentu til saknæmrar háttsemi Coumo þá væri rétt og eðlilegt að hann segði af sér embætti.

Rannsóknin sem fram fór er ekki ígildi saksóknar og mun ekki leiða til þess að ákæra verði gefin út á hendur ríkisstjóranum. Engu að síður eru New York búar slegnir vegna málsins, sem og Demókrataflokkurinn – sem Coumo tilheyrir.

Af þeim ellefu konum sem saka Coumo um kynferðislega áreitni segja sjö að hann hafi snert þær eða þuklað á þeim í þeirra óþökk, átta konur segja að hann hafi haft uppi móðgandi, niðurlægjandi eða kynferðislegar athugasemdir við þær og fjórar konur segja að hann hafi kysst þær án samþykkis.

Coumo er 63 ára gamall og fráskilinn. Hefur hann haldið því fram að meint áreitni sé ekkert annað en hans leið til að vera hlýr í samskiptum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?