fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Matarskortur yfirvofandi í Afganistan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 16:00

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sameinuðu þjóðirnar telja ástandið í Afganistan vera mjög slæmt og að landsmenn þurfi á matvælaaðstoð að halda sem fyrst. Telja SÞ að matur gæti verið á þrotum í landinu í september.

The Guardian skýrir frá þessu. Haft er eftir Andrew Patterson, varaforstjóra matvælaáætlunar SÞ, að SÞ eigi nú 20.000 tonn af mat í Afganistan og 7.000 tonn séu á leiðinni en það vanti 54.000 tonn til að koma þjóðinni í gegnum næstu mánuði, til áramóta. „En við verðum hugsanlega uppiskroppa með mat í september,“ sagði hann.

Takmarkanir á flugi til Afganistan gera að verkum að hjálparsamtök eiga í erfiðleikum með að koma mat og lyfjum til landsins.

Patterson sagði að um 18,5 milljónir Afgana, eða um helmingur þjóðarinnar, sé háður matvælaaðstoð erlendis frá. Hann sagðist reikna með að á næstu mánuðum hækki talan enn frekar og fari í 20 milljónir.

„Veturinn nálgast og við förum inn í árstíma þar sem matarskortur er algengur og vegir eru ófærir vegna snjóa í Afganistan,“ sagði hann.

Landið glímdi við matvælaskort áður en Talibanar tóku völdin en þurrkar hafa herjað á landið árum saman. SÞ áætla að 40% af uppskeru landsmanna hafi eyðilagst í ár vegna þurrka og heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur ekki bætt ástandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks